- Auglýsing -
Hjartaknúsararnir í pönkhljómsveitinni Drullu sendu á dögunum frá sér glænýja plötu sem heitir sama nafni og sveitin, Drulla. Samhliða því kom út ansi skemmtilegt tónlistarmyndband við eitt laganna á plötunni, Merda Fiesta.
Í myndbandinu svífa ógeðið og ofsinn yfir vötnum þar sem farið er með áhorfendur djúpt í innstu myrkur iðnaðarhverfa Hafnarfjarðar þar sem blóð og saur drjúpa af hverju strái. Leikstjórn og eftirvinnsla er í höndum Gunnjóns Gestssonar. Kvikmyndatöku annaðist Baldur Hrafn Halldórsson.
Albumm mælir klárlega með þessari snilld.