- Auglýsing -
Nýi Hressingarskálinn verður opnaður með öflugri dagskrá núna um helgina.
Salóme Katrín, K.óla, Auður, Une Misère, Bjartar Sveiflur og DJ Óli Dóri koma fram í kvöld, föstudaginn 18. október. Annað kvöld, laugardaginn 19. október, troða upp Two Toucans, TSS, Skoffín, Ryba, kef LAVÍK og FM Belfast (DJs).
Nýr og ljúffengur matseðill verður auk þess kynntur til sögunnar. Húsið verður opnað snemma bæði kvöldin.
Dagskráin hefst klukkan 21 og er enginn aðgangseyrir.