Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Plötuverslanir halda tónlistarveislu til að bregðast við áhrifum COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómplötuverslanir í Reykjavík bjóða upp á tónlistarveislu í sumar undir slagorðinu Elskum plötubúðir.

12 Tónar, Lucky Records, Smekkleysa, Reykjavík Record Shop og Geisladiskabúð Valda(tekur þátt einn dag) standa fyrir tónlistarveislu 15. og 29. ágúst. Hver viðburðurinn rekur annan þannig að fólk getur gengið á milli verslana og notið allra tónlistaratriðanna, svolítið eins og að vera á lítilli tónlistarhátíð. Verkefnið er unnið í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík og með stuðningi Sumarborgarinnar, Félags hljómplötuframleiðenda, Félags íslenskra hljómlistarmanna og STEFs.

Á dögunum kom út skýrsla um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað og þar kemur fram að Reykjavík er svo heppin að vera ein af þeim borgum sem enn státar af flottum hljómplötuverslunum og hafa sumar þeirra jafnvel komist á lista yfir bestu plötubúðir í heimi.

Þessar verslanir gegna mikilvægu hlutverki í hagkerfi tónlistarlífsins en einnig gegna þær mikilvægu samfélaglegu hlutverki því þangað koma t.d. ferðamenn til að fræðast um tónlistarlífið og fá upplýsingar um viðburði sem þeir geta sótt.

Vegna áhrifa COVID-19 og fækkunar ferðamanna er ljóst að rekstur þessara verslana sem var viðkvæmur fyrir verður afar erfiður á næstu mánuðum. Sumarið í ár verður ekki sá gjöfuli tími sem það hefur verið undanfarin ár þegar höfuðborgin hefur verið full af ferðamönnum sem margir hverjir fara í plötubúðir til að kynnast tónlistarlífinu.

Með verkefninu eru íslenskir tónlistarunnendur hvattir til að sýna plötubúðunum ást og stuðning í verki á óvenjulegum tímum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -