Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Post-dreifing, Airloop og Funky Kex-max bjóða á tónleika: Valdimar og fjölskylda fylla Hörpu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvennir tónleikar fara fram í kvöld þar sem aðgangseyrir er enginn og ætti því ekkert að stöðva músíkaðdáendur að mæta. Funky Kex-max fer fram í næstu viku og einnig er lag að næla sér í síðustu miðana á Valdimar og fjölskyldu.

 

Brjálaðir tónleikar á Hressingarskálanum

Plötuútgáfan Post-dreifing boðar til risafögnuðar á Hressingarskálanum í kvöld 6. desember. Sveitirnar Korter í Flog, Stirnir, Tucker Carlson Jonestown Massacre og GRÓA koma saman með „meintum brotavilja“. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er frítt inn.

Airloop fagnar plötunni STREYMI

- Auglýsing -

Í dag, föstudaginn 6. desember, mun hljómsveitin Airloop halda útgáfuteiti í Lucky Records á Rauðarárstíg í tilefni af útgáfu plötunnar STREYMI. Platan fær að hljóma og jafnvel verða örfá lög spiluð „live“. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir, bara gaman.

Funky Kexmas-tónleikar á Kex Hostel

- Auglýsing -

Hinir árlegu Funky Kexmas-tónleikar verða haldnir á Kex Hostel fimmtudagskvöldið 12. desember. Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar kemur með jólin og kennir gestum sitthvað um hinn sanna jólaanda. Ekkert stress, engar áhyggjur, bara kærleikur, gleði, samvera og rjúkandi heitt fönk. Ókeypis er inn á tónleikana og verður opið svo lengi sem húsrúm leyfir.

 

Jólatónleikar – Valdimar og Fjölskylda

Valdimar Guðmundsson þarf vart að kynna en hann hefur verið einn þekktasti og dáðasti söngvari landsins undanfarin áratug. Hljómsveit hans, Valdimar, hefur víða gert garðinn frægan og þar að auki státar hann af glæsilegum sólóferli. Nú hefur Valdimar sett saman í hljómsveit, með valinn mann í hverju rúmi, sem hefur fengið nafnið Fjölskyldan. Valdimar og Fjölskylda býður til hátíðartónleika í Hörpu þann 12. desember þar sem ekkert verður til sparað og leikin verða uppáhaldsjólalög Valdimars í bland við eigið efni með hátíðarbrag. Miðasala er á harpa.is og tix.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -