Rappar á þremur tungumálum | Mannlíf

Rappar á þremur tungumálum

Innlent

15 febrúar 2019

Það þarf vart að kynna tónlistarmanninn Daða Frey fyrir þjóðinni en hann kom eins og stormur inn í íslenskt tónlistarlíf með Eurovision-smellinum Hvað með það. Nú fyrir stuttu sendi Daði frá sér lagið Heyri ekki en það fjallar um að bíða með að eiga samræður á meðan maður er á dansgólfinu.

Lagið er tekið af plötu sem er í vinnslu en áætlað er að hún komi út í lok mars. Tónlistarmaðurinn Don Tox frá Kamerún rappar í laginu en ríman hans er á þremur tungumálum, frönsku, ensku, og ögn á íslensku, alls ekki slæmt það. Heyri ekki er tekið upp í Berlín en Daði og Don eru báðir búsettir þar í borg. Hægt er að hlusta á lagið á Albumm.is.

Innlent

fyrir 11 tímum

Auður með útgáfutónleika

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.