- Auglýsing -
Sænsk-íslenski tónlistarmaðurinn Freyr Flodgren (Rögnvaldsson) komst á samning hjá Nettwerk Music Group í fyrra eftir að hafa á eigin spýtur gefið út lögin Over My Head og I‘m Here, en lögin vann hann í samstarfi við Tyler Neil Johnson sem hefur unnið með tónlistarmönnunum Joshua Hyslop, Austin Basham, Otha og fleirum.
Ári síðar eru tíu lög til viðbótar að líta dagsins ljós. Fyrsta lagið sem við fáum að heyra er I‘m sorry, sem er tregafullt og rómantískt lag en samt með létta sveiflu og minnir að vissu leyti á Jose Gonzales; hunangsmjúkri rödd og klassískum gítar er vafið inn í bít sem mann langar að dansa við. Hægt er að hlusta á lagið á Albumm.is.