Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

September og Brynja Mary með glænýtt lag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

September sendi nýverið frá sér lagið Just for a minute, sem er sungið af söngkonunni Brynju Mary. Síðast sendu September og Brynja Mary frá sér lag sem nefnist California og kom út í maí.

Brynja Mary Sverrisdóttir sem er aðeins sextán ára vakti athygli þegar hún tók þátt í Söngvakeppni 2020 með laginu Augun þín (In your eyes). September er skipað þeim Eyþóri Úlfari Þórissyni og Andra Þór Jónssyni sem hafa í gegnum tíðina unnið með listamönnum eins og Steinari, Jóni Jónssyni, Tómasi Welding, Birgittu Haukdal og Töru Mobee. Tara tók þátt í Söngvakeppni 2019 með laginu Betri án þín en þeir Eyþór og Andri sömdu það einmitt.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -