Mánudagur 13. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Sótti innblástur í Kjarvalsmálverk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Jóhanna Elísa hefur gefið út tónlistarmyndband við lagið Queen of Winter. Lagið, sem má segja að sé ævintýri líkast, er undir áhrifum frá Kjarvalsmálverki og fjallar um vetrardrottningu sem setur landið í vetrarbúning. Myndbandið snýst um spennandi og skemmtilega sögu sem fjallar um þrjár verur: haustið, veturinn og sólina og endurspeglar stigmagnandi atburðarás lagsins.

 

Myndbandið vann Jóhanna með Dananum Nikolaj Trane Karstenberg, sem annaðist upptökur og eftirvinnslu. „Það eru forréttindi að vinna með svona hæfileikaríku fólki,“ segir Jóhanna, en Sandra Björk Jónasdóttir þjóðfræðingur og dansarinn Linde Rongen komu einnig að gerð myndbandsins.

Vídeóið er það þriðja sem Jóhanna sendir frá sér. Lagið Queen of Winter er hins vegar fyrsta lagið af væntanlegri plötu hennar en tónlistarkonan sótti innblástur í ýmis málverk við gerð hennar. Þess má geta að Jóhanna Elísa hefur verið dugleg að koma fram með hljómsveit sinni, sem inniheldur meðal annars strengjakvartett, en tónlist hennar dansar á milli popps og klassískrar tónlistar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -