Í byrjun apríl mætti enginn annar en Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld í horn Hljóðfærahússins.
Þráinn er að öðrum ólöstuðum ein fremsta gítarhetja landsins. Hann hefur gefið út fjölda platna með Skálmöld og síðasta áratuginn hafa þeir félagar túrað heiminn þveran og endilangan.
Snæbjörn Ragnarsson eða Bibbi eins og flestir þekkja hann er einnig meðlimur Skálmaldar en hann spurði Þráinn spjörunum úr og var ansi kátt í horninu þennan dag.
Heimsókn í Hornið fer fram fyrsta föstudaginn í hverjum mánuði og er spennandi sjá hver mætir næst í Hornið! Albumm mætti að sjálfsögðu á svæðið og úr varð þetta myndband sem unnið er af Thank You Studio fyrir Albumm.is.
Hér fyrir neðan má hlusta á hljóðupptökuna í heild sinni.
https://soundcloud.com/albumm/heimsokn-i-horni-rainn-ur-skalmold