- Auglýsing -
Þann 1. mars kom út Lag 5 / Kveðja frá Biogen og Röskvu, sem er fyrsta útgáfuverkefni Móatún 7, nýs forlags í eigu tónlistarmannsins Futuregrapher. Lagið er gefið út til heiðurs Biogen, sem var meðal annars forsprakki hljómsveitarinnar Ajax og var um árabil fremsti raftónlistarmaður Íslands.
Biogen og Röskva (Tanya Pollock) voru í forsvari fyrir Weirdcore-hópinn, stefnu í íslenskri raftónlist sem einkennist af svokölluðum „heiladansi“ eða „danstónlist fyrir sálina“.
Biogen sem heitir réttu nafni Sigurbjörn Þorgrímsson lést árið 2011 en Futuregrapher var lærisveinn hans í tónlist og er Lag 5 / Kveðja frá Biogen gefin út í samstarfi við foreldra Sigurbjörns. Lagið kemur út á 7″ vínyl og er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.