Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Töff tónlistarviðburðir um helgina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Albumm mælir með þessum tónlistarviðburðum um helgina.

 

Lucky Records

DJ Psyaka í Lucky Records

Búast má við miklu fjöri í Lucky Records við Rauðarárstíg laugardaginn 8. febrúar, en þá ætlar plötusnúðurinn DJ Psyaka að koma fram í plötubúðinni. DJ Psyaka, eða Þóra eins og hún heitir réttu nafni, hefur vakið athygli á íslensku raftónlistarsenunni að undanförnu og því verður spennandi að sjá hana stíga á stokk. Fjörið hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 17. Ókeypis inn.

Trausti

Trausti frumsýnir myndband

Tónlistarmaðurinn Trausti, sem hefur hingað til verið svolítið falinn demantur á íslensku rappsenunni, frumsýnir nýtt myndband við lagið Tapa Mér á Prikinu föstudaginn 7. febrúar. Má búast við að öllu verði tjaldað til. Enginn aðgangseyrir. Húsið verður opnað klukkan 19.

Andartak
Mynd / Sverrir Ómars

Andartak í Mengi

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Arnór Kári Egilsson, Andartak, kemur fram í Mengi laugardaginn 8. febrúar. Arnór, sem er meðal annars þekktur fyrir að blanda saman seiðandi syntha-hljóðum og trommuheilum, hefur komið fram á hátíðum eins og Sónar Reykjavík, Griessmuehle í Berlín, Iceland Airwaves og Secret Solstice, svo fátt eitt sé nefnt, og vakið verðskuldaða athygli. Miðinn á viðburðinn kostar 2.000 kr. og er seldur við inngang. Húsið verður opnað klukkan 20.30.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -