Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Vitnar í biblíuna á nýrri plötu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari sendi nýverið frá sér jassplötuna Gangandi bassi.

 

Næstkomandi sunnudag, 17. nóvember, fagnar Tómas útgáfunni með tónleikum í Kaldalóni, Hörpu. Þar flytur hann tónlistina af nýju plötunni ásamt félögum sínum, þeim Óskari Guðjónssyni saxófónleikara, Ómari Guðjónssyni gítarleikara og slagverksleikaranum Sigtryggi Baldurssyni.

Rithöfundurinn Halldór Guðmundsson skrifar umsögn um tónlistina sem fylgir plötunni og með hliðsjón af henni má búast við góðu yfirliti „yfir feril Tómasar“ á tónleikunum og melódískari tónlist en Tómas er kannski þekktur fyrir. „Hann vitnar óhikað í jazzbiblíuna og laglínurnar eru hver annarri betri, líka við þær óvenjulegu aðstæður að vera bornar fram af bassanum, stundum í afar fínu samspili víð gítarinn,“ skrifar Guðmundur, en tónleikarnir í Kaldalóni hefjast á sunnudag klukkan 17.

Þess má geta að platan Gangandi bassi er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -