Kristján Valsson var 16 ára gamall þegar hann var stunginn.
„Ég ætlaði að fara að slást við þennan strák og þá kom hann bara með hníf og stakk mig,“ sagði Kristján Valsson, 16 ára, í samtali við Morgunpóstinn árið 1995.
Kristján var á gangi í miðbænum með félaga sínum þegar þeir hittu 17 ára pilt sem Kristján kannaðist við. Fóru þeir að ríftast og endaði málið með því að pilturinn stakk Kristján í síðuna. Kristjáni tókst að flýja inn á Nonnabita en árásin átti sér stað fyrir utan skyndibitastaðinn sögufræga þar sem blóð úr Kristjáni vætlaði úr sárinu.
„Við vorum að rífast og ég sá ekki hnífinn og vissi ekki fyrr en hann stakk mig,“ sagði Kristján.
Lögreglan hafði hendur í hári stungumannsins fljótlega eftir árásina og krafðist lögregla 45 daga gæsluvarðhaldi yfir honum en sagt frá því í fréttinni að hann hafi með stungunni rofið skilorð.
Sem betur fer fyrir Kristján hitti hnífurinn ekki í líffæri og var útskrifaður af spítala nokkuð fljótt.