Keyrt var á Ívar Erlendsson í Borgarnesi árið 1991 en hann var aðeins fjögurra ára gamall. DV sagði frá málinu.
Ívar var úti að leika sér þegar hann ákvað að sækja vatn í fötu úr polli á bílastæði sem var rétt hjá. Þegar hann sótti vatnið keyrði bíll á hann og festist Ívar undir bílnum og dróst með honum 12 metra. Svo stoppaði bílinn og bakkaði og keyrði í burtu. Krakkar sem sáu atvikið sögðu að ökumaður bílsins hafi farið stuttlega farið úr bílnum til að athuga málið.
Ívar slasaðist illa en hann slæma áverka á vinstri vanga fró gagnauga aö eyra, djúpan skurð á kjálka auk þess sem hann viðbeinsbrotnaði og fékk sár á hné. „Móðir hans hringdi til mín og henni var mikið niðri fyrir. Ég skildi varla hvað hún sagði. Ég dreif mig beint heim í skítugum gallanum og fór með strákinn á heilsugæslustöðina þars em læknir bjó um sárin eins og hægt var. Siðan var strax farið með hann í sjúkrabíl til Akraness. Stráknum tókst að ganga sjálfur af stað eftir slysið en bróðir hans, sjö ára, mætti honum á miðri leið. Bróðirinn er búinn að vera í sjokki eftir að þetta gerðist,“ sagði Erlendur Samúelsson, faðir Ívars, við DV um málið.
Lítið sofið á sjúkrahúsinu
Ívar gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu á Akranesi en gat lítið sofið vegna verkja og uppkasta. „Ég hef ekkert getað sofið frá því klukkan sjö á þriðjudagsmorgun þó svo aö strákurinn hafi blundað á milli,“ sagði Erlendur. Ívari var þó allur að koma til að sögn Erlings.
Lögreglan í Borgarnesi sagði við DV að ökumaðurinn hafi hugsanlega ekki séð Ívar vegna myrkurs en slysið átti sér stað klukkan 17:30 í janúar 1991. Hann hafi mögulega talið að eitthvað væri að bílnum og hafi þess vegna stöðvað bílinn en ekki séð Ívar þegar hann fór úr bílnum.
Uppfært: Í upphaflegri frétt DV var faðir Ívars sagður heita Erlingur. Rétt er að hann heitir Erlendur og hefur fréttin verið leiðrétt í samræmi við það.