Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

70 nemendur reknir úr Menntaskólanum á Ísafirði: „Ég krefst réttlætis“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

70 nemendur voru reknir úr Menntaskólanum á Ísafirði árið 2004.

Það voru vægast fáir nemendur eftir í skólanum þegar Ólína Þorvarðardóttir, þáverandi skólameistari MÍ, rak um 70 nemendur tímabundið úr skólanum fyrir áfengisdrykkju í skólaferð.

„Ég var ekki tekinn með áfengi og var ekki látinn blása í áfengismæli. Það eru því engar sannanir um að ég hafi brotið af mér. Samt var ég rekinn. Ég skil þetta ekki,“ sagði Arnar Þór Samúelsson, þáverandi nemandi MÍ, í samtali við DV árið 2004 um málið.

 „Ég er bara venjulegur nemandi en hef skilning á því að þeir sem teknir eru með áfengi fái sína refsingu. En í mínu tilviki er ekki um að ræða neinar sannanir heldur er ég rekinn vegna ágiskana. Það er verið að brjóta á mér og ég krefst réttlætis,“ en Arnar mætti á fund Ólínu til að útskýra mál sitt. „Hún féllst ekki á vörn mína. Það er verið að brjóta á mér. Þeir giska á að ég hafi verið ölvaður.”. Nokkuð ljóst er að margir nemendur voru gríðarlega ósáttir og sögðust margir ekki hafa smakkað áfengi í ferðinni.

Kolbeinn Einarsson, vinur Arnars, sagði: „Ég átti að hafa dreift áfengi um svæðið en það er alrangt,“ en var Kolbeinn einnig rekinn úr skólanum.

„Ég er alveg forviða á vinnubrögðum skólameistara,“ sagði Guðjón Þorsteinsson, formaður Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar og foreldri á Ísafirði, í samtali við bb.is. Í framhaldi af þessu máli bannaði skólastjórinn árlega haustskemmtun sem skólinn hafði haldið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -