Fimmtudagur 23. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Áhöfn Guðnýjar ÍS 266 hengdi ísbjörn á sundi: „Það var ekkert nauðsynlegt frekar en annað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvítabirnir hafa verið nokkuð tíðir gestir við strendur Íslands um aldaraðir. Hafa þeir að jafnaði verið felldir með skotvopnum enda stafar af þeim gríðarmikil hætta, séu þeir svangir. En ekki hefur alltaf verið notast við skotvopn við að fella bjarndýrin. Í júní árið 1993 ákvað áhöfn skipsins Guðnýjar ÍS 266 frá Bolungarvík að fella hvítabjörn sem synti upp að skipinu. Það gerði áhöfnin með því að bregða snöru um háls bjarnarins og hengja hann.

Í Morgunblaðinu er svo sagt frá málinu:

Snöruðu og drápu ísbjörn

SKIPSTJÓRINN á Guðnýju ÍS 266 frá Bolungarvík hafði samband við útgerðarmann bátsins Magnús Snorrason í Bolungarvík í fyrrakvöld og sagði að skipshöfnin hefði náð að drepa ísbjörn, sem kom upp að skipinu þar sem það var að línuveiðum um 60 sjómílur norðaustur af Hornbjargi. Virðist að skipshöfninni hafi tekist að bregða snöru um háls dýrsins og það hengst

Frá því að fréttist af hvítabjarnardrápinu í gærmorgun hefur skipið ekki svarað ítrekuðum samtalsbeiðnum, en það er utan þjónustusvæðis farsíma. Engin leið hefur því verið að fá nánari upplýsingar um atburðinn, en Guðný er væntanleg til Bolungarvíkur í dag. Það kom fram í viðtali við Jón Oddsson refaskyttu í ríkisútvarpinu í gær að hann teldi sig hafa séð ummerki eftir ísbjörn í Hornvík þegar hann var við refaveiðar um miðjan mánuðinn. Kjartan Sigmundsson, sem skaut ísbjörn í Hornvík 25. júní 1963 eða fyrir réttum 30 árum, er nýkominn að norðan. Hann sagðist ekki hafa séð nein merki um bjarndýr, en það segði þó ekkert um að það gæti ekki verið þarna. Það væri nóg æti í bjarginu, þótt hann hefði veitt því athygli að allur selur var horfinn af Hornvíkinni, en þar er jafnan mikið um sel á þessum árstíma. Hann sagði að nú væri um 25 manna hópur í húsi hans í Hornvík og fjórar stúlkur í Stígshúsi og sér liði ekkert of vel að vita af öllu þessu fólki þarna vopnlausu, en nú er bannað að vera með byssur í friðlandi Hornstranda. Hann hélt að ekkert útvarp væri til staðar og ekkert fjarskiptasamband nær en austan Hornbjargs í vitanum og fólk því óafvitandi um hættuna.

Önundur Jónsson lögregluvarðstjóri á ísafirði, en Ísafjarðarlögreglan hefur lögsögu á Hornströndum, sagðist hafa kynnt sér málin með að ræða við menn kunnuga háttum ísbjarna. Hann sagðist ekki gera neinar ráðstafanir þótt ísbjörn hafi hugsanlega verið á svæðinu fyrir 10 dögum. Slík dýr ferðist mjög hratt, jafnvel 30-40 km á dag, og séu því löngu horfin af svæðinu hafi þau verið þar.

Ekki fannst öllum aðferð áhafnarinnar mannúðleg gagnvart birninum en svo fór að áhöfnin var ákærð fyrir brot á lögum um dýravernd en Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði hana af brotinu.

DV tók viðtal við Rögnvald Guðmundsson, stýrimann á Guðnýju ÍS stuttu eftir

- Auglýsing -

Rögnvaldur Guðmundsson, stýrimaður á Guðnýju ÍS: Aðferðin yrði öðruvísi

Rögnvaldur Guðmundsson er stýrimaður á Guðnýju ÍS en skipverjar á Guðnýju rákust á ísbjörn á sundi um 60 mílur norður af Horni á fimmtudaginn og töldu best að koma dýrinu fyrir kattarnef. Margir hafa harðlega fordæmt drápið og stjóm Sambands dýraverndunarfélaga hefur sent kæru til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna málsins. Skipstjóri á Guðnýju er Jón Pétursson en Rögnvaldur hefur verið í forsvari fyrir áhöfnina Rögnvaldur segist hafa byrjað sem púki til sjós en fyrir tveimur áratugum fékk hann vélstjóraréttindi. Hann býr í Bolungarvík og er kvæntur Halldóru Þórarinsdóttur. Þau hjónin eiga fimm börn á aldrinum sex til 18 ára. Rögnvaldur segir að einu isbimimir sem hann hafi séð hingað til hafi verið birnirnir í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Þegar hann var spurður hvort nauðsynlegt hefði verið að drepa dýrið, svaraöi hann: „Það var ekkert nauðsynlegt frekar en annað.“

- Auglýsing -

Hann taldi samt með öllu vonlaust fyrir ísbjörninn að komast í land þar sem hann var um 200 kílómetra undan landi. „Við sáum engan ís og enginn hafði talað um ís á skipunum sem voru þarna í kring. Það hefur enginn ís sést frá því snemma í vor, og það var langt í burtu,“ sagði Rögnvaldur er hann var spurður hvort ís hefði verið á þessum slóðum. Hann taldi að hann myndi gera það sama ef hann rækist á annan ísbjörn, en aðferðin yrði öðruvísi.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst þann 2. desember 2022.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -