Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Alþingismanni hent út af balli á Vopnafirði eftir slagsmál: „Þetta er ekki frétt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það blasti heldur betur óvenjuleg sjón við Vopnfirðingum árið 2005 þegar þeir sáu þingmann Sjálfstæðisflokksins lemja dyravörð.

Gunnari Erni Örlygssyni, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var hent út af balli á Vopnafirði fyrir að hafa slegið dyravörð þrisvar í bakið.

„Fólk var eitthvað búið að skjóta á hann, að nú væri hann loksins kominn í almennilegan flokk,“ sagði Agnar Árnason, dyravörður, í viðtali við DV.

 „Við vorum kallaðir til því Gunnar var æstur í rifrildi við nokkra Vopnfirðinga. Við vitum ekkert hvernig þetta byrjaði, við bara komum inn í þetta,“ sagði Svavar Einarsson, einn fjögurra dyravarða á staðnum, um málið. „Ég ýtti þeim frá sem ég hélt að Gunnar ætlaði að kýla. Þá fékk ég einhver þrjú högg í bakið.“

Sögðu dyraverðirnir frá því að þetta hafi verið eina atvikið sem kom upp á ballinu og að Gunnar hafi verið æstur og litið út fyrir að vera afar ölvaður.

„Hann var þarna í slagsmálum og barði einn dyravörðinn þrisvar í bakið, því hann var að reyna að verja mann fyrir Gunnari. Við sögðum honum að fara út og hann hlýddi því með smátrega. Hann fór loksins út eftir læti númer tvö eða þrjú,“ sagði Agnar Karl en ástæða þess að Gunnar ætlaði að lemja gest hafi verið rifrildi þeirra á milli. „Það virtist ekki alvarlegt. Hann hefur líklega bara tekið þessu alvarlega.“ 

- Auglýsing -

Gunnar Örn var ósáttur með umfjöllun DV á sínum tíma og vildi meina að þetta væri ekki frétt og dyraverðirnir væru að ljúga. „Þetta er ekki til. Það er enga sök upp á mig að finna. Þetta er ekki frétt og greinilega gúrkutíð í íslenskum fjölmiðlum,“ og sagði hann um atvikið sjálft að menn hefðu „sett bringuna í hann, eins og gengur og gerist.“. Eftir það hafi hann hins vegar gengið í burtu.

„Þetta er engin frétt fyrir mig og ekki nokkur frétt fyrir þjóðina. Mér finnst náttúrulega sorglegt hvemig blaðamennskan á Íslandi er að þróast. Þetta er aðeins spurning um að fara að virða einkalíf fólks,“ sagði þingmaðurinn að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -