Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ástráður læknir hætti að anda eftir alvarlegt bílslys: „Ég fann engan púls“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litlu mátti muna að Ástráður Hreiðarsson læknir léti lífið í Bandaríkjum árið 1995.

„Það var eins og bíllinn hefði orðið fyrir sprengju. Vinstri hliðin lagðist inn og allar rúður brotnuðu. Bíllinn snarsnerist á veginum og það var engin leið að átta sig á því sem var að gerast,“ sagði Ásta Þorsteinsson, eiginkona Ástráðar, í samtali við DV um bílslysið sem átti sér stað í New Jersey.

„Ég taldi strax að lungað hefði fallið saman,“ sagði Ástráður en hann braut fjölmörg rifbein ásamt viðbeini og herðablaði. Það kom þó í ljós að hann lungað hafði ekki fallið saman en það hafði blætt inn á það. Hann man þó ekkert eftir slysinu en hann rotaðist við höggið.

Bíllinn ennþá í gangi

„Hann andaði ekki fyrst eftir höggið og ég fann engan púls. Ég bar mig sjálfsagt ekki fagmannlega að en ég reyndi að hrista hann til og loks fór hann að anda með hryglum en var samt meðvitundarlaus,“ sagði Ásta en bíllinn var ennþá í gangi eftir áreksturinn og fékk Ástráður krampa í fótinn og steig á bensíngjöfina með þeim afleiðingum að bíllinn hringsnérist á götunni. „Mér tókst að ná fæti Ástráðs af bensíngjöfinni en hafði ekki rænu á að drepa á bílnum.“

Vitni hringdu á lögreglu og slökkvilið og voru hjónin klippt út úr bílnum. Ásta slapp þó talsvert betur en Ástráður en hún hlaut aðeins nefbrot. „Það voru bara smámunir,“ sagði hún. „Mest er um vert að þetta fór allt vel þótt illa liti út um tíma. Við vorum eiginlega mjög heppin þegar á allt er litið.“

Ástráður þurfti að dvelja átta daga á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og var svo fluttur heim og lá á Landspítalanum í nokkra daga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -