Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Átta ungmenni réðust á Kristján í Njarðvík: „Það er eins og menn vilji sjá blóðið flæða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rútubílstjórinn Kristján Gunnarsson lenti í ömurlegri lífsreynslu þegar hann varð fyrir hópárás í Njarðvík árið 1992 en DV greindi frá málinu.

Forsaga málsins var að Kristján keyrði hóp af nemendum Fjölbrautarskólans í Ármúla til Njarðvíkur þar sem haldið var ball á Stapanum. Milli 10 til 12 rútur þurfti að ferja alla nemendur til og frá Reykjavík.

„Um hálffjögur voru ryskingar og þref fyrir utan eina rútuna. Ég gekk til og aðstoðaði við að koma fólki í bílinn. Þegar það var búið gekk ég að öðrum bíl og hjálpaði til þar. Þá kom strákagengi sló einn þeirra húfuna af mér af mér. Ég tók mína húfu upp og hélt áfram að næsta bíl. Þá stukku sex eða átta strákar að mér og skelltu mér upp að rútunni. Tveir héldu mér meðan hinir kýldu mig í andlitið,“ sagði Kristján við DV um árásina.

„Bílstjóri rútunnar kom mér þá til hjálpar en hann var laminn af sömu mönnum. Ég er með stórt glóðarauga og bólginn í andliti en félagi minn er minna bólginn en það þurfti að sauma í augabrún í honum því það sprakk fyrir,“ en lögreglan mætti ekki á svæðið fyrr en slagsmálum var lokið og árásarmennirnir horfnir á braut. Þeir voru þó síðar handteknir en samkvæmt DV voru mennirnir báðir úr Keflavík. Kristján segir að mikil ölvun hafi verið á ballinu og einnig slagsmál.

„Ég er mikið í þessum ballakstri og þó slagsmál séu ekki algengari en áður er heiftin meiri. Það er eins og menn vilji sjá blóðið flæða. Annað er áberandi að samborgarar vilja helst ekki skipta sér af slagsmálum enda varla von. Maður veit aldrei hvar slíkt gæti endað.“

Kristján endaði svo á að segja við DV að hann myndi kæra málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -