Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins handtekinn: „Þetta er gífurlegt áfall fyrir flokkinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestamannaeyjum var handtekinn fyrir að taka þátt í smygli árið 1990 en Alþýðublaðið og DV fjölluðu um málið á sínum tíma.

„Bílstjórinn er lykilmaður í þessu máli. Hvað hann hefur sagt vil ég ekki segja frá. Ég vil ekki ræða rannsóknina á þessu stigi. Rannsóknin mun tefjast þar sem Bakkafoss er ekki á Íslandi. Það hefur ekki verið rætt við skipverjana,“ sagði Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri um málið í samtali við DV árið 1990 en var þarna um að ræða smygl með skipinu Bakkafossi. Georg Þór Kristjánsson, þáverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, var handtekinn á sendiferðabíl sem var fullur af smyglvarningi en Georg starfaði einnig sem verkstjóri hjá Eimskip á þessum tíma.

Alþýðublaðið sagði svo frá því að virði smyglvarningsins hafi verið um 300 milljónir króna og var það stærsta smyglmál landsins sem upp hafði komist á þeim tíma en varningurinn var áfengi, vindlar og talstöðvar. Georg og fimm aðrir menn voru handteknir vegna málsins að sögn blaðsins.

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum vildi lítið ræða þetta mál við DV. „Það hefur ekki verið rætt. Ég vil ekkert tjá mig um þetta. Það er það stutt síðan þetta kom upp. Bæjarfulltrúarnir eru á ferðalögum og við höfum ekki hist eftir að þetta kom upp.“

„Þetta er gífurlegt áfall fyrir flokkinn. Fyrst var þessi uppákoma með Sigurð Jónsson og svo bætist þetta við. Sjálfstæðismenn verða að ræða þetta mál af fullri einlægni og bregðast ákveðið við,“ sagði ónefndur Sjálfstæðismaður í Vestmannaeyjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -