Trúður þurfti nýja skó hjá Rauða Krossinum árið 2001
Trúðurinn Brady Bradshaw var fastur á Íslandi í september árið 2001 vegna þess að öllu flugi til Bandaríkjanna var um tíma frestað. Ástæða þess var hryðjuverkaárásin í New York 11. september sama ár.
„Maðurinn heitir Brady Bradshaw og ferðaðist í fullum trúðaskrúða því hann vildi koma börnum sínum á óvart þegar þau tækju á móti honum í New York. Hann gerði hins vegar ekki ráð fyrir svona löngu ferðalagi og því voru trúðaskórnir farnir að meiða hann,“ sagði Herdís Sigurjónsdóttir, neyðarvarnarfulltrúi hjá Rauða krossinum við DV um málið.
„Hann langaði mest í köflótta flókaskó sem því miður voru ekki til í hans númeri. Í staðinn valdi hann þægilega inniskó. Sagðist hann verða okkur ævinlega þakklátur vegna þessa,“ sagði Herdís að lokum.