Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Birna Mjöll bjargaði lífi tveggja ára bróður síns: „Fyrst komu blóðkögglar út úr honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin tíu ára Birna Mjöll bjargaði lífi bróður síns árið 1991 en Morgunblaðið greindi frá lífbjörgun hennar á sínum tíma.

Forsaga málsins er sú að móðir barnanna hafði skroppið stuttlega út rétt um kvöldmatarleytið árið 1991 en hinn tæplega tveggja ára Trausti komst í hnetur og stóðu þær í honum.Birna náði að slá hneturnar úr bróður sínum og bað hinn bróður sinn að halda áfram að slá á bakið á Trausta meðan hún hringdi eftir hjálp.

„Þegar Trausti bróðir var yngri festist króna í hálsinum á honum. Mamma hefur oft sagt mér hvað hún gerði til að losa peninginn og ég gerði alveg eins. Ég er fegin að mamma kenndi mér hvað ætti að gera, því kannski hefði Óskar Björn ekki verið lifandi núna. Ég sá hann liggja á ganginum fyrir framan eldhúsið. Óskar Björn hafði fengið hnetur og ég sá að hann var allur blár í framan. Ég tók hann upp, hélt honum á ská og byrjaði að slá á bakið. Fyrst komu blóðkögglar út úr honum og svo þrjár hnetur og þá fór hann að orga og anda,“ sagði Birna við Morgunblaðið um málið en hún hringdi í vinafólk því hún mundi ekki númerið hjá sjúkraliði.

„Mér líður miklu betur núna og lögreglan gaf mér límmiða með neyðarnúmerum. Maður verður að vera viðbúinn og ég vil að foreldrar segi börnunum sínum hvernig á að fara að þessu, því þá verður allt betra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -