Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Bjarki bjargaði tveggja ára bróður sínum frá drukknun: „Hann var hreyfingarlaus“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litlu mátti muna að hinn tveggja ára gamli Magnús Orri Kristinsson drukknaði árið 1996.

Forsaga málsins er sú að Magnús var að leika sér með Bjarka Þór, bróður sínum, og tveimur öðrum börnum sem öll voru aldrinum tveggja til sex ára. Þau voru nálægt ísilagðri tjörn og ákvað að Magnús að fara út á hana og vildi svo hræðilega til að fór í gegnum ísinn. Þá sýndi Bjarki Þór, sem var aðeins sex ára gamall, mikið hugrekki og braut sér leið að vökinni, náði taki á bróður sínum og hélt að honum upp á þurrt land. Þá hljóp hann eftir hjálp.

„Ég er hálfgerður strandvörður því ég bjargaði bróður minum úr tjörninni,“ sagði Bjarki Þór við DV um málið. „Magnús fór alveg á bólakaf og var búinn að gleypa töluvert vatn þegar ég kom þarna að. Hann var hreyfingarlaus og sýndi lítil viðbrögð. Vatnið kom ekki upp úr honum fyrr en um kvöldið. Hann var lengi kaldur eftir volkið,“ sagði Hrund Ásgeirsdóttir, móðir drengjanna en að sögn fjölskyldunnar horfði Bjarki á sjónvarpsþættina Strandverði og hver veit nema það hafi hjálpað til.

„Magnús var ekki grátandi þegar mamma hans kom að honum en lá hreyfingarlaus á túninu. Hann sýndi lítil viðbrögð og hún hélt á honum heim í hús. Þegar hann kom heim í húsið fór hann að gráta og skjálfa. Bjarki var rennandi blautur upp fyrir mitti og var mjög hræddur,“ sagði Kristinn Rúnar Tryggvason, faðir drengjanna, og að sögn foreldra Magnúsar er hann víst mikill prakkari og minnti helst á Emil í Kattholti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -