Bolvíkingar voru ósáttir með Idolið árið 2004.
Bolvíkingar kvörtuðu mikið yfir því hvernig fólk frá bæjarfélaginu var sýnt í sérstökum Vesturfjarðaþætti Idolsins á Stöð 2 árið 2004. Vildu sumir meina að fólk sem hafi sungið illa og sagt vera frá bænum séu í raun ekkert þaðan.
„Ég hef nú reyndar ekki séð þennan þátt, var á djasstónleikum sem haldnir voru í tilefni af 40 ára afmæli tónlistarskólans hér í Bolungarvík,“ sagði Soffia Vagnsdóttir, bæjarfulltrúi, söngkona og fyrrverandi tónlistarskólastjóri í Bolungarvík, í samtali við DV árið 2004. „Mér skilst nú reyndar að margir þeirra sem hermt var að væri frá Bolungarvík og þóttu standa sig illa væri nú hreint ekki héðan, heldur frá Ísafirði,“ sagði Soffía hlægjandi. „Það má nú alveg koma fram að hér í Bolungarvík er starfrækt söngkennsla sem meðal annars hefur dregið til sín nemendur alla leið frá Þingeyri og víðar.“
Sigmar Vilhjálmsson, Idol-kynnir, vildi lítið tjá sig um málið. „Ég veit að Bolvíkingar geta betur,“ sagði Sigmar. „Útkoman úr þessu varð mjög slæm, eins og þetta leit út klippt. Það verður alveg að viðurkennast,“ sagði Jóhannes Ásbjömsson, meðkynnir Sigmars, spurður um Bolungarvíkurmálið.