Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Bræður gengu bersersksgang á Hótel Búðum: „Koníak, líkjörar og eftirréttir helltust yfir gestina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var á laugardagskvöldi í maí 1987 að hótelstjórinn á Hótel Búðum fékk 60 manns í mat en þetta var opnunarkvöld hótelsins eftir veturinn. En það sem átti að vera rólegt kvöld með góðum mat og félagsskap, breyttist á augabragði.

Einn gestanna, karlmaður, missti einhverra hluta vegna algjörlega stjórn á skapi sínu og gekk berserskgang um salinn. Bróðir mannsins lagði einnig sitt að mörkum við að leggja staðinn í rúst. Líkti hótelstjórinn, Sigríður Gísladóttir, atburðinum við villta Vestrið.

DV sagði frá málinu á sínum tíma:

Ofsafengið samkvæmi á Hótel Búðum: „Var eins og í villtasta vestrinu“ – segir hótelstjórinn

„Þetta var eins og i villtasta vestrinu. Maður hefur ekki séð svona læti áður nema í bandarískum kvikmyndum. Ég hef verið héma í átta ár og aldrei séð neitt líkt þessu,“ sagði Sigríður Gísladóttir, hótelstjóri á Hótel Búðum, í samtali við DV en á laugardagskvöldið var staðurinn lagður í rúst á opnunarkvöldi hans eftir veturinn. Að sögn Sigríðar voru 60 gestir í mat hjá þeim. Um kvöldið missti einn þeirra stjórn á skapi sínu og gekk berserksgang um salinn. Naut hann aðstoðar bróður síns. „Koníak, líkjörar og eftirréttir helltust yfir gestina, glös og borðbúnaður var eyðilagður og stólar brotnir. Okkur tókst að koma þeim tveimur út úr húsinu en á næsta andartaki komu rúðumar í gluggunum inn í húsið. Alls vom brotnir átta gluggar í húsinu,“ sagði Sigríður. Lögreglan var kvödd til og handtók hún bræðurna tvo. Komst þá ró á kvöldið. Sigríður sagði að þetta væri sérstaklega leiðinlegt fyrir þau því þessi kvöld hefðu ávallt verið vel heppnuð og nú voru þau að opna nýjan sal og vinnuaðstöðu. Búið er að lagfæra það sem úr skorðum fór og þetta hefur engin áhrif á rekstur hótelsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -