Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Búslóð Nóa stolið í miðjum flutningum: „Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bifvélavirkinn Nói Benediktsson lenti heldur betur í leiðinlegri lífsreynslu árið 2006 þegar hluta af búslóð hans hafði verið stolið þegar hann stóð í flutningum í Árbænum. Nói þurfti aðstæðna vegna að geyma ýmsa muni á gangstétt fyrir utan heimili sitt í Hraunbæ 166 en hann var að flytja þaðan.

„Við vorum þarna tveir, ég og tengdasonur minn að flytja. Við lögðum kassa og húsgögn snyrtilega við skiltið sem er þarna beint fyrir framan húsið, enda lá mikið á að klára að hreinsa íbúðina,“ sagði Nói við Fréttablaðið um málið árið 2006. „Um klukkutíma eftir að við byrjum kemur dóttir mín að hjálpa, og spyr hvort það hafi ekki verið tveir stólar með sófasettinu. Ég kanna málið og kemst að því að stólarnir eru horfnir ásamt öðrum hlutum.“

Nói sagði í samtali við Fréttablaðið ekki hafa hugmynd hver hafi stolið munum hans en segir mögulegt að einhver hafi haldið að um rusl væri að ræða en tók þó fram að honum þætti það ólíklegt.

„Það virðist vera orðið þannig að maður verði að vakta dótið sitt í flutningum. Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag. Ég hef staðið í flutningum sennilega tuttugu sinnum á ævinni og þetta er í fyrsta skipti sem svona kemur fyrir. Ég trúði því bara ekki að þetta gæti gerst,“ sagði bifvélavirkinn en tjónið var nokkuð mikið að sögn hans.

„Ég er ekki með neina heimilistryggingu þannig að tjónið er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Bókahilluna hafði ég átt síðan ég var fimm ára og sófaborðið átti ég ekki einu sinni. Svo var allt myndasafnið mitt inni á tölvunni sem var tekin. Það er alveg rosalega leiðinlegt að lenda í svona.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -