Skipverji missti næstum eistum eftir fíflagang í borð um í skipi árið 2004.
Skipverji um borð í Vestmannaey VE-54 var nálægt því að missa eistun þegar hann var gripinn „pungtaki“. Eistun voru næstum því sprungin að sögn DV, sem fjallaði um málið árið 2004.
„Þetta var einhver gassagangur í strákunum sem endaði með þessu. Hann meiddi sig í pungnum,“ sagði Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri, um málið. „Þetta var ekki ætlun nokkurs, þetta bara fór svona.“. Skipverjinn meiddist illa og var rúmfastur í nokkurn tíma. „Auðvitað var þetta vont,“ sagði skipverjinn þegar DV ræddi við hann. „En þetta er allt of viðkvæmt mál fyrir mig til að tjá mig um.“.
Afleggja punggrip
„Sjómenn og aðrir hafa löngum gert sér það að leik að grípa um pung hvors annars í glannaskap -og græskulausu gríni en þetta dæmi sýnir að leikurinn er ekki með öllu hættulaus. Má teljast mildi að eistu skipverjans hafi ekki sprungið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ætla skipverjar um borð í Vestmannaey að láta þetta sér að kenningu verða og afleggja punggrip með öllu,“ sagði í umfjöllun DV
„Ég var að koma frá útlöndum en frétti af þessu,“ sagði Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri. „Það er ekki æskilegt að menn hagi sér svona.“
Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 11. september 2023