Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ekið á mann vegna hörundslitar í Kópavogi: „Var búinn að horfa mjög stíft á mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn nígeríski Julius Ajayi lenti í ömurlegri lífsreynslu á Íslandi árið 1995 en Morgunpósturinn og DV fjölluðu um málið á sínum tíma.

Ajayi var að eigin sögn að koma út úr sjoppunni Videómeistaranum við Engjahjalla þegar ókunnugur maður ók á hann. „Ég tók eftir því að hann var búinn að horfa mjög stíft á mig þar sem hann sat í bílnum. Þegar ég gekk út úr sjoppunni heyrði ég hvernig hann gaf bílnum inn án þess þó að keyra af stað. Ég sneri mér við og leit á hann og þá keyrði hann af stað og beint á mig,“ sagð Julius F. Ajayi við Morgunpóstinn og átti atvikið sér stað eftir kvöldmatarleytið á mánudegi í maí 1995 en hann hafði þá búið á Íslandi í fjögur ár og átti konu og barn.

Mikið heljarmenni

Að sögn Ajayi náði hann að bjarga sér með því að hoppa upp á húdd bílsins um leið og bíllinn kom að honum. Hann rauk svo upp og hljóp upp bílinn sem stöðvaðist eftir fautaskapinn og reif bílstjórann úr bílnum. Hann dró hann svo inn í Vídeómeistarann og hélt honum fanga þar til lögreglan mætti á svæðið. Hann telur sig vissan um að húðlitur sinn hafi verið ástæðan. Ung kona sem var farþegi í bílnum hljóp af vettvangi.

Hrafn Pálsson, eigandi Vídeómeistarans, ber Ajayi söguna vel og segir þá vera vini. „Julius var búinn að vera hér um stund og fékk að kíkja í blöðin hjá mér. Hann fór síðan og ég veit ekki fyrr en hann kemur aftur inn skömmu síðar með piltinn. Sá var eins og fis í höndunum á Juliusi enda er hann mikið heljarmenni,“ sagði Hrafn um málið.

Ajayi sagðist óviss hvort hann myndi kæra málið en hann vildi frekar einbeita sér að námi og vinnu en hann vann á línubáti og var að læra flug. Samkvæmt DV neitaði ökumaðurinn að hann hafi keyrt viljandi á Ajayi en fjöldi vitna var á staðnum sem stóð með sjóaranum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -