Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Fimm Ísfirðingar réðust á lögregluþjóna: „Menn sem eru í sífelldum illindum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

DV greindi frá hreint út sagt ótrúlegum slagsmálum sem áttu sér stað á Ísafirði árið 2000. Þá tóku fimm Ísfirðingingar þá mögnuðu ákvörðun að ráðast á áhöfn aðkomutogara þegar áhöfnin var að skemmta sér á skemmtistaðnum Á Eyrinni. Þeim var svo vísað út af staðnum en þeir létu sér ekki segjast.

„Þeir biðu þá átekta fyrir utan staðinn og þegar aðkomumennirnir komu út réðust þeir á þá og upphófust heljarmikil slagsmál,“ sagði Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn við DV. „Rétt áður hafði lögreglan farið þarna á staðinn og tekið barefli af einum mannanna.“

Fjórir lögreglumenn mættu á staðinn til að stoppa slagsmálin en létu heimamenn það ekki stoppa sig og létu höggin dynja á lögreglumönnunum. Þá var kallað á aðstoð frá lögreglunni í Bolungarvík og var í framhaldi ákveðið að sprauta á slagsmálahundana með „maze-úða“ eins og segir í fréttinni.

„Á suma þeirra þurfti að sprauta aftur og aftur til þess að yfirbuga þá,“ sagði Önundur

„Þetta eru menn sem eru í sífelldum illindum og leiðindum hér í bænum,“ sagði yfirlögregluþjónninn að lokum. Einn skipverji ákvað að leggja fram kæru gegn Ísfirðingunum.

Baksýnisspegill birtist fyrst 12. ágúst 2023

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -