Sunnudagur 8. september, 2024
8.5 C
Reykjavik

Fimm drengir úr M.H. handteknir í Keflavík: „Vorum fluttir i aðalstöðvar amerísku herlögreglunnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm menntskælingar gerðu allt vitlaust á Nató-stöðinni í Keflavík þegar þeir tóku Nató-fána niður og settu rauðan sósíalistafána í staðinn. Þetta gerðu drengirnir að morgni fullveldisdagsins 1. desember árið 1974.

Í gegnum áratugina hafa síður en svo allir Íslendingar verið sáttir við veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu og þá sérstaklega með bækistöð bandaríska hersins í Keflavík. Herinn lét sig hverfa árið 2011, þrátt fyrir að yfirvöld á Íslandi nánast grátbáðu Bandaríkjamenn að fara ekki en eftir að Vinstri grænir komust í ríkisstjórn fyrir sjö árum hefur viðvera hersins aukist til muna, þó ekki sé komin upp eiginleg bækistöð hersins aftur.

Árið 1974 fóru fimm hugrakkir menntskælingar í svaðilför á herstöðina og mótmæltu veru hersins á landinu með því að draga fána Nató af húni og hífa upp rauðan fána í staðinn. Herlögreglan á svæðinu var ekki lengi að bregðast við og mætti á svæðið og handtók strákana fimm. Voru þeir svo sóttir af íslenskum lögregluþjónum sem drengirnir sögðu hafa sýnt þeim skilning í málinu enda sumir lögreglumannnanna sammála þeim um veru hersins á landinu.

Hér má lesa um mótmæli menntskælinganna en Þjóðviljinn fjallaði um málið á sínum tíma:

Drógu niður Nato-fánann

– og létu rauðan fána blakta við stöng í herstöðinni í Keflavík — herlögreglan handtók fimm íslenska menntskœlinga

Uppi var fótur og fit í Natóstöðinni við Keflavík að morgni fullveldisdagsins, sunnudaginn 1. des. Herlögreglan kom þá æðandi úr öllum áttum að handtaka fimm drengi úr Menntaskólanum við Hamrahlið. Drengirnir höfðu unnið það til sakar að draga niður Nató-fánann sem jafnan blaktir þarna á stöng, og hifa upp rauðan fána i staðinn.

- Auglýsing -

Atburður þessi varð um klukkan 10.30 árdegis, og þegar rauði fáninn blakti svo fagurlega yfir herstöðinni, kom lögreglan þeysandi. Einn fimmmenninganna sagði Þjóðviljanum svo frá, að vegfarendur hefðu horft á atburðinn, en ekki hreyft legg né lið, nema leigubílstjóri einn, sem þó þorði ekki út úr bíl sínum, heldur þeytti horn bifreiðarinnar sem mest hann mátti. Fór bílstjórinn ekki út úr bílnum fyrr en lögreglan var komin. Einn fimmmenninganna tók margar myndir af atburðinum, og bað lögreglan hann þegar hún kom að hætta þeim leik.

„Við vorum fluttir i aðalstöðvar amerísku herlögreglunnar, en þangað kom svo islenska lögreglan á svörtu Mariu og flutti okkur i sinar stöðvar. Þar vorum við um hríð og ræddum við löggæslumennina. Þeir virtust mjög skilningsríkir. Sumir þeirra kváðust meira að segja vilja herinn burt, og sögðu að vinstri stjórnin hefði staðið sig illa í hermálinu og að núna þættust stjórnvöld hafa lokað kanasjónvarpinu, en þó sæist það betur nú en nokkru sinni fyrr. Þeir leituðu rækilega í bílnum okkar, og þegar þeir höfðu gengið úr skugga um að þar væru ekki sprengjur eða vopn, var okkur sleppt. Flöggin góðu, þ.e. rauöa fánann og merki herstöðvaandstæðinga fengum við þó ekki að sinni.

- Auglýsing -

Við afréðum að draga niður Nató-flaggið og setja rauðan fána í staðinn til að vekja athygli á hermálinu og umræður um það. Það er ekki vanþörf á þegar stjórnvöld hafa efnt til miljónaævintýris þarna. Stjórnvöld hafa gert hernámið tryggara og vonina um brottför hersins i náinni framtið að engu.”.

Það var hreyfing herstöðvaandstæðinga i M.H. sem að aðgerð þessari stóð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -