Árið 1930 kom upp vægast sagt hryllilegt kynferðisbrotamál þar sem fjórir fullorðnir karlmenn misnotuðu nokkrar barnungar stelpur úr Barnaskóla Reykjavíkur.
Í Baksýnisspegli kvöldsins er skyggnst inn í skelfilegt kynferðisbrotamál sem átti sér stað í Reykjavík sumarið 1930. Upp komst um málið, sem kallað var Kynferðismálið í fjölmiðlum, þegar stúlka á þriðja aldursári veiktist en þegar læknir kíkti á hana kom í ljós að hún var með kynsjúkdóm. Smitaðist stúlkan, samkvæmt fjölmiðlum þess tíma, af 13 ára systur sinni sem svaf í sama rúmi og hún. Þegar málið var skoðað nánar kom í ljós skelfilegur glæpur fjögurra fullorðinna karlmanna, sem höfðu misnotað fjórar smástelpur um nokkurt skeið en þrjár þeirra smituðust af lekanda. Mennirnir, sem voru 30 ára, 35 ára, 53 ára og 61 árs, voru handteknir, greiddu stelpunum, sem voru í kringum 10 ára aldurinn en þrjár þeirra voru í sama bekk í Barnaskóla Reykjavíkur, pening fyrir misnotkunina. Þá höfðu tvær stelpnanna verið misnotaðar af unglingsstrákum sem greiddu fyrir með peningum eða sælgæti. Fullorðnu barnaníðingarnir voru allir handteknir og hlutu mislanga dóma en tveir þeirra fengu dóm sem hljóðaði upp á aðeins átta mánaða betrunarhúsvinnu en hinir tveir hlutu einungis tveggja mánaða fangelsisdóm en dómurinn taldi stelpurnar hafa „freistað þeim til athæfisins“ eins og það var svo ósmekklega orðað en hafa ber í huga að þetta gerðist fyrir næstum því hundrað árum.
Alþýðublaðið fjallaði um málið á sínum tíma en hér má sjá fréttina:
Kynferðismálið.
Fyrir nokkru veiktist bam á þriðja ári, og þegar farið var með það til læknis, kom í ljós, að að því gekk kynferðissjúkdómur. Nánari rannsókn, leiddi í ljós, að barnið hafði smitast af systur sinni 13 ára gamalli, er það svaf hjá. Þegar farið var að grenslast eftir því, hvernig stúlkubamið hafði smitast, kom í ljós að hún hafði farið með telpum, sem hún þekti, til 53 ára gamals manns, sem smitaði hana, Málið var nú kært fyrir lögreglunni, og leiddi rannsókn í ljós, að fjórir karlmenn höfðu tælt nokkrar smástúlkur, samtals fjórar. Málið er nú rannsakað að fullu, og eru þessir 4 menn í varðhaldi. Einn þeirra er skósmiður, annar viðgerðamaður reiðhjóla, þriðji fyrv. verkstjóri, en hinn fjórði rakari.
Blaðið hefir frá lögreglustjóra fengið svo hljóðandi skýrslu: tildrög þessa máls eru þau, að því er virðist, að aldraður maður hér i bænum, 53 ára, lokkar s. l. sumar telpukrakka 10 ára að aldri inn til sín og hefir mök við hana og gefur henni peninga fyrir. Verður svo þetta til þess, að hún fer að venja komur sínar til þessa manns og tvær aðrar telpur, sem hún fékk til að fara þangað með sér nokkrum sinnum, og sú fjórða kom þangað einu sinni, og hafði þessi sami maður mök við þær allar. Gaf hann þeim stundum peninga fyrir. Þrjár af þessum telpum eru nú II ára að aldri, en ein 13 ára. Þrjár af telpunum hafa svo upp frá þessu orðið fyrir þessu sama af þrem fullorðnum karlmönnum. Er einn þeirra 30 ára, annar 35 og einn 61 árs að aldri. Tvær þessar telpur eru svo upp úr þessu teknar að bjóða sig fyrir peninga og hafa haft mök við 5 unglinga á aldrinum frá 14 —16 ára, og greiddu þeir þeim einnig peninga eða sælgæti fyrir. Milli allra þessara manna var ekkert samband, enginn vissi af hinum, og framkvæmdu þeir verknaðinn sumir á vinnustofum sínun, en aðrir heima hjá sér. Þrjár af framannefndum stúlkubörnum eru smitaðar af kynsjúkdómi. Allir hinir fullorðnu karlmenn, eru nú geymdir í fangahúsinu og verða þar unz málið er rannsakað til hlítar, og verður alt gert sem er í valdi lögreglunnar til þess að það verði. Ekkert af greindum stúlkubörnum er í skóla eða verður fyrst um sinn, og þær eru allar undir læknishendi. Þessar ráðstafanir hafa þegar verið gerðar til bráðabirgða til þess að fyrirbyggja að þetta breiðist út frekar en orðið er.
Hverjar endanlegar ráðstafanir verða gerðar í þessu alvarlega máli er of snemt að gefa skýrslu um nú, en það verður gert opinberlega samstundis og rannsókn er fulllokið og hinir seku hafa fengið sinn dóm. Reykjavík, 29/3 1930. Hermann Jónasson.
Í sömu frétt er birt skýrsla frá lækni Barnaskólans sem hljóðaði á eftirfarandi hátt:
Frá lækni Barnaskólans hefir blaðinu borist svohljóðandi skýrsla: Vegna þess að kunnugt er orðið, að nokkur börn (2 eða 3) úr Barnaskóla Reykjavíkur hafa sýkst af kynsjúkdómi (lekanda), hefir borið á því, að stöku foreldrar hafa ekki þorað að senda börn sín í skólann, af ótta við smitun. Þetta er ástæðulaust, vegna pess, að börn þau, sem sýkst hafa, eru ekki lengur í skólanum og verða ekki það sem eftir er þessa skólaárs, að smitun á salernum er að dómi sérfræðinga mjög sjaldgæf (sóttkveikjurnar lifa skamma stund utan líkamans) og að vanhúsum skólans er þannig háttað, að smitun er nær óhugsandi þar. Um smitun í baðhúsi skólans getur varla verið að ræða svo fremi hvert barn hefir sína þurku. 29. marz 1930. Ólafur Helgason læknir Barnaskólans.
Þá birti Alþýðublaðið einnig viðtal við skólastjóra Barnaskólans sem vildi koma því á framfæri að kennarar skólans tengdust málinu ekki á nokkurn hátt. Hér má lesa um viðtalið og staðfestingu frá lögreglustjóranum Hermanni Jónssyni:
Viðtal við skólastjóra. Blaðið hefir átt tal við Sigurð Jónsson skólastjóra, sem skýrði frá því, að enginn af kennurum barnaskólans væri á neinn hátt riðnir við þetta mál. Þrjár af þessum fjórum stúlkubörnum voru í sama bekk í skólanum.
Í morgun barst blaðinu svohljóðandi yfirlýsing frá lögreglustjóra: Að gefnu tilefni skal því hér með lýst yfir, að enginn af kennurum barnaskólans er á nokkurn hátt riðinn við hið svonefnda kynferðismál. Reykjavík, 31/3 1930. Hermann Jónasson.
Einhverjum vikum síðan féll svo dómur í málinu en í frétt Alþýðublaðsins eru mennirnir fjórir nafngreindir. Hér má lesa um dóminn:
Kynferðismálið svonefnda.
Í því er fallinn undirréttardómur, og hafa þeir Gunnar Hermann Vigfússon skósmiður og Einar Einarsson verkam. verið dæmdir í 8 mánaða betrunarhúsvinnu hver; en Magnús Gíslason reiðhjólaviðgerðarmaður og Jóhann Einarsson rakari í 2 mán. fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. (Er dómur hinna síðarnefndu vægari vegna þess, að telpurnar freistuðu þeirra til athæfisins.) Enginn hinna dæmdu hefir áfrýjað, en talið líklegt að hið opinbera geri það. Enginn drengjanna sem við málið eru riðnir, hafa náð lögaldri sakamanna og því ekkert víst, hvað við þá verður gert.