Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins sögð stunda vændi: „Komin í gang skipulögð rógsherferð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1994 ákvað baráttukonan Amal Rún Qase að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokknum fyrir komandi kosningar það ár en Qase hafði verið dugleg að berjast fyrir mannréttindum og þá sérstaklega afrískra og asískra kvenna á Íslandi og fór það í taugarnar á mörgum í Sjálfstæðisflokknum.

„Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að upplifa neitt þessu líkt. Það er komin í gang skipulögð rógsherferð gegn mér eftir að ég gaf kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins. Ég veit hvaða fólk það er sem stendur fyrir þessum rógburði, að hringja í Hallgrím Thorsteinsson á Bylgjunni og segjast hafa fyrir því heimildir aö ég stundi vændi hér á landi og annað í þeim dúr. Þetta er sama fólkið og hatar mig takmarkalaust fyrir greinar mínar frá í sumar um stöðu litaðra kvenna á Íslandi. Þessi sami hópur hefur líka hringt skipulega í flokksbundið sjálfstæðisfólk og varað það við mér með sömu lygasögunum og í útvarpinu. Þá veit ég að um þrjátíu manns hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum til að mótmæla framboði mínu. Sá hópur vinnur líka skipulega gegn mér,“ sagði baráttu konan við DV um málið.

Þá var einnig birt teikning af henni sem berbrjósta villimanni í Morgunblaðinu.

„Eina huggunin er sá stóri hópur fólks sem hefur komið að mál við mig og lýst yfir stuðningi við mig og fordæmt þennan söguburð. Þeir skipta orðið hundruðum sem haft hafa samband við mig og fordæmt rógburðinn,“ sagði Qase en því miður fyrir hana hlaut hún ekki góða kosningu og komst aldrei í borgarstjórn og hætti afskiptum af stjórnmálum stuttu síðar.

Amal Rún Qase lést árið 2021 en sonur hennar opnaði sig um líf þeirra í viðtali við Mannlíf sama ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -