Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.6 C
Reykjavik

Gáfu afgreiðslustúlku á Ísafirði hundrað þúsund: „Það er svo gaman þegar fólk er gott“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tinna Hrund Hlynsdóttir datt heldur betur í lukkupottinn árið 2004.

„Þetta var góður bónus á bensínstöðinni,“ sagði Tinna Hrund Hlynsdóttir, afgreiðslustúlka hjá ESSO á Ísafirði, árið 2004 í samtali við DV. Þannig var mál með vexti að Tinna seldi hjónum á Ísafirði Lottó miða og fengu hjónin 15 milljón króna vinning á miðann. Til að sýna þakklæti sitt ákvaðu hjónin að gefa Tinnu hundrað þúsund krónur og blómvönd. „Fólkið fékk vinninginn fyrir tilviljun greiddan út á afmælisdaginn minn og leyfði mér að njóta með. Samt vissi það ekkert að ég átti afmæli.“

„Það gleður mann að sjá hvað fólk getur verið indælt þrátt fyrir allt,“ sagði Hlynur Snorrason, faðir Tinnu. 

„Ég vil koma á framfæri þvílíku þakklæti til hjónanna fyrir gjöfina. Það er svo gaman þegar fólk er gott,“ sagði Tinna að lokum en hún var á þriðja ári í MÍ ásamt því að vinna á ESSO og stefndi á að læra sálfræði í HÍ eftir að hún yrði stúdent.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -