Tveir menn á þrítugsaldri voru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás árið 1995.
Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir að gefið 17 ára barni 220 volta rafstraum en það var sofandi í samkvæmi í íbúð á Klapparstíg og gat ekki gert sér grein fyrir þeirri hættu sem það var sett í. Ekki er talið að mennirnir hafi átt sökótt við drenginn en meðan var sofandi vöfðu þeir rafmagnsvírum um fingur annarrar handar piltsins. Á hinum endanum var rafmagnskló sem stungið var tvisvar í samband.
Varð það til þess að unglingurinn fékk í sig 220 volta straum og hlaut brunasár og brunablöðrum á tveimur fingrum og á lófa. Á dögunum eftir árásina fékk fórnarlambið hjartsláttartruflanir og það tók um það bil tvær vikur fyrir drenginn að fá tilfinningu aftur í þá fingur sem fóru verst úr árásinni. Enn lengri tíma tók fyrir hann að ná sér að fullu.
Kom þetta fram í umfjöllun DV um málið árið 1995.