Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Glæpamaður sló Unni Birnu ítrekað í höfuðið með hamri: „Þetta var auðvitað hræðileg lífsreynsla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður réðst á Unni Birnu Reynisdóttur með hamri í sjoppu árið 1996 en DV greindi frá málinu sínum tíma.

Forsaga málsins er að Unnur Birna var að vinna í söluturn í Hraunbergi 4 þegar maður réðst inn í sjoppuna til að ræna hana og var hann vopnaður hamri. Hann sló Unni að minnsta kosti þrívegis í höfuðið meðan ráninu stóð yfir.

„Þetta var auðvitað hræðileg lífsreynsla. Hann réðst allt í einu inn í sjoppuna með lambhúshettu á höfðinu og áður en ég vissi af þá lamdi hann mig með hamrinum i höfuðið. Ég-kom fyrst höndum fyrir andlit mér en hann hélt áfram að slá mig þar sem ég lá og í öðru og þriðja höggi sló hann mig fast í höfuðið. Þá allt í einu kom maður inn í sjoppuna og þá hljóp strákurinn út. Ef maðurinn hefði ekki komið að er ég viss um að strákurinn hefði gengið af mér dauðri,“ sagði Unnur Birna við DV um málið.

Staðráðinn að láta þrjótinn ekki sleppa

Hún var stödd ein í sjoppunni þegar árásarmaðurinn gekk inn en hann flúði vettvang þegar viðskiptavinur kom inn. Viðskiptavinurinn elti þrjótinn á bílnum sínum og gat því vísað lögreglu heim til hans. Þegar lögregla handtók hann viðurkenndi hann að hafa rænt sjoppuna en neitaði að hafa ráðist í Unni Birnu en hann tæmdi peningakassa sem var í sjoppunni.

„Þetta er alveg hræðilegt og maður veit ekki hvað maður á að hugsa eftir svona nokkuð. Það er eitt að ógna og ræna en annað að gera svona hroðalega árás á varnarlausa stúlkuna,“ sagði Reynir Pálsson, faðir Unnar Birnu.

„Þegar ég hugsa til baka um atburðinn þá var þetta alveg rosaleg lífsreynsla. Ég var að fara að skila spólu á næstu leigu og keyrði fram hjá sjoppunni. Þá sá ég hvar hettuklæddur maður var að ógna afgreiðslustúlkunni í sjoppunni með hamri. Ég sneri bílnum við, rauk inn í sjoppuna og sá hvar maðurinn var að lemja stúlkuna með hamri í höfuðið. Ég öskraði á manninn hvern fjandann hann væri eiginlega að gera og honum brá mjög, seildist eftir peningum og hljóp út. Ég rauk út á eftir honum og var staðráðinn í að láta hann ekki sleppa. Þetta vora ósjálfráð viðbrögð held ég,“ sagði Björgvin Haraldsson en hann var viðskiptavinurinn sem bjargaði Unni.

 

Unnur Birna og Björgvin – Mynd: DV/Pjetur

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -