Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
8.3 C
Reykjavik

Grétar var stunginn á hol í New York: „Ég dró sveðjuna út og hneig svo niður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grétar Óskarsson átti sé einskis ills von þar sem hann leitaði sér skjóls undan regndembu í apríl í Manhattan í New York. Skyndilega þrífur maður í hann þar sem hann stendur, segist hata hann og rekur hann á hol með stærðarinnar sveðju.

Árið er 1969 en Grétar Óskarsson, sem þá var eftirlitsmaður flugvéla hjá flugmálastjórn, fór í vinnuferð í aprílmánuði til New York. Einn morguninn ætlaði hann að skreppa að kaupa ost handa konu sinni í nærliggjandi verslun en neyddist til að leita sér skjóls undir sólhlíf, þegar himininn opnaðist og óhindrað regnið dundi á strætunum. Við hlið Grétars stóð ung stúlka og svartur maður. Stúlkan stökk stuttu síðar inn í leigubíl og þegar Grétar ætlaði loks að koma sér í verslunina, þreif karlmaðurinn sem var við hlið hans, í hann og sagðist hata hann, áður en hann stakk Grétar í kviðinni með sveðju. Lét hann sig síðan hverfa.

Grétar Óskarsson

Grétar fann fyrir snörpum sársauka og hneig síðan niður. Náði hann að skríða inn í verslun sem opin var í nágrenninu, þar sem hann fékk aðhlynningu og hringt var á sjúkrabíl. Eftir að hafa gengist undir meiriháttar aðgerð, vegna þeirra lífshættulegra meiðsla sem hann varð fyrir, varð ástand Grétast stöðugt og jafnaði hann sig að lokum. Hér fyrir neðan má lesa tvær fréttir sem Morgunblaðið gerði á sínum tíma, önnur þeirra segir almennt frá árásinni og í seinni fréttinni má sjá viðtal við Grétar. Lesendur eru beðnir að hafa í huga að talsmátinn sem viðhafður er í fréttunum um árásarmanninn þótti eðlilegur 1969, þó hann þykir það ekki í dag.

Íslendingur stunginn hnífi í New York

ÍSLENDINGUR, Grétar Óskarsson var stunginn með hnífi í New York í gærmorgun, og særður alvarlega. Hann var þó talinn úr bráðri lífshættu í gærkvöldi. Grétar Óskarsson er eftirlitsmaður flugvéla fyrir flugmálastjórn, og fór vestur á laugardagskvöld til að fylgjast með skoðun á Loftleiðaflugvél. Um 10-leytið í gærmorgun (að staðartíma) var hann á gangi í 36. götu, og leitaði afdreps vegna regnskúra. Þar var ráðist að honum og hann stunginn með hníf, og lenti stungan í kviðarholinu Hann var þegar fluttur ) sjúkrahús og talinn í lífshættu. Haft var samband við Hannes Kjartansson, sendiherra, sem svo hafði samband við Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóra. Gengu þeir þannig frá málum, að Grétar fengi hina beztu aðhlynningu sem völ er á. Seint í gærkvöldi var svo haft samband við Agnar og honum sagt, að Grétar væri ekki lengur talinn í bráðri lífshættu. Talið er, að árásarmaðurinn hafi verið svertingi, en hann hafði ekki náðst í gærkvöldi.

„I HATE Y0U“-SV0 RAK HANN MIG Í GEGN

Grétar Óskarsson segir Morgunblaðinu frá árásinni, sem hann varð fyrir í New York

„SKYNDILEGA þreif negrinn í öxlina á mér og öskraði upp í eyrað á mér. — Ég sneri mér undrandi við en þá kýldi hann eitthvað í kvið mér og tók svo til fótanna. Ég fann til mikils sársauka og greip um kviðinn — þá stóð þar heljarmikil sveðja og hún i gegn um mig. Svo stóð ég bara þarna — yfir mig hissa — og horfði á eftir svertingjanum, sem hvarf út í rigninguna“. Þannig lýsti Grétar H. Óskarsson, eftirlitsmaður Flugmálastjórnarinnar, árás þeirri, sem hann varð fyrir í New York sl. þriðjudagsmorgun, en Morgunblaðið náði í gær tali af Grétari, þar sem hann dvelur i French-Hospital. — Var ekki margt fólk þarna á næstu grösum?“ — Jú, biddu fyrir þér — fullt af fólki. Þetta var um ellefuleytið á þriðjudagsmorgun. Ég átti þá tvo tíma frjálsa og skrapp út til að kaupa ost handa frúnni. Ég bjó á Hótel Atlantic, áður Sheraton Atlantic, við 34. götu og beygði af henni inn í 6th Avenue. Þegar ég hafði gengið stuttan spöl, eins og tvær húslengdir, eftir henni, skall á ofsaleg skúr og allir leituðu skjóls undir sólhlifumum við verzlanirnar — ég auðvitað líka. — Sástu þá þennan svertingja? — Já, já. Hann stóð við hliðina á mér og mér á hina hlið stóð ung stúlka, sem skömmu síðar veifaði í leigubíl og stökk inn í hann. Ég var að hugsa um, hvort ég ætti að fara aftur á hótelið eða bíða af mér skúrina. Loks tók ég þá ákvörðun að fara, en þegar ég ætlaði af stað, þreif svertinginn í mig. — Heyrðirðu, hvað hann öskraði? — Mér heyrðist það vera: „I hate you“ — (Ég hata þig). — Geturðu lýst þessum svertingja? — Ja, hann var svartur! — en ég gizka á, að hann hafi verið milli fertugs og fimmtugs. — Og hann er fundinn enn? — Já. En er þetta ekki alveg furðulegt? Ekki hafði ég átt nein orðaskipti við þennan mann. Svona nokkuð hefði kannske getað átt sér stað í Harlem — en þarna í hjarta Manhattan og það um hábjartan dag! Ég er ennþá forviða á þessu öllu saman! — Manstu eitthvað fleira frá þessum atburði? — Nú, ég dró sveðjuna út, þetta var sko ekki neitt venjulegt vopn, og hneig svo niður. Einhvern veginn tókst mér að skreiðast inn í verzlun rétt hjá. Svo held ég, að það hafi liðið yfir mig. — Það hefur enginn hlaupið á eftir svertingjanum? — Nei. Fólkið vissi í fyrstu ekki, hvað um var að vera og þegar það var ljóst, var svertinginn horfinn og enginn vissi hvert skyldi hlaupa. — Einhver góðhjartaður náungi tók sveðjuna og setti hana í poka, sem hann svo afhenti lögreglunni. — Jú, ég man reyndar, að einhver inni í verzluninni hjálpaði mér afsíðis og svo var hringt á lögregluna. Meira man ég ekki. — Það var gerður á þér mikill uppskurður? — Já. Mér er sagt, að hann hafi staðið yfir í 4—5 klukkutíma. Ég er nú með ör, sem nær frá nára upp að brjósti. en lagið kom vinstra megin í kviðinn, rétt neðan við bringspalir. — Og hvernig líður þér núna? Ég er allur að hressast — en ég var anzi slæmur tvo fyrstu dagana. Læknirinn segir nú, að ég megi fara úr sjúkrahúsinu á miðvikudag. Ég á að koma aftur í skoðun á mánudag og ef allt er í lagi, fæ ég að fara heim. — Nú, ég þakka þér fyrir, Grétar, og óska þér góðs bata. — Þakka þér sjálfum. Og vertu blessaður.


- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -