Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Guðjón setti sig í lífshættu fyrir fjögurra manna fjölskyldu: „Ég hélt að öllu væri lokið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðjón Magnússon setti sjálfan sig í lífshættu til að bjarga fjölskyldu árið 2004.

Mun betur fór en áhorfðist árið 2004 þegar Guðjón Magnússon keyrði 28 tonna vörubíl út af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal. Hann keyrði hins vegar viljandi út af til þess að vörubíll hans lenti ekki framan á jeppa sem var að keyra á móti honum á einbreiðu brúnni en í jeppanum var fjögurra manna fjölskylda.

Var ekki í belti

„Ég hélt að öllu væri lokið og ég myndi deyja,“ sagði Guðjón Magnússon við DV um málið. „Ég sá svartan jeppa og skelfingarsvipinn á konunni. Ég hugsaði bara um að reyna að koma mér burt frá bílnum og forðast að stofna lífi þeirra í hættu. Ég rakst aðeins utan í bílinn og keyrði í gegnum vegriðið,“ en fallið af brúnni var í kringum tíu metra og var vörubílinn fullur af möl.

Guðjón var ekki bílbelti en hann telur að það hafi bjargað lífi sínu. „Húsið var gersamlega í klessu ökumannsmegin. Í fallinu skaust ég yfir í farþegasætið og lá þar smástund í sjokki, teygði mig svo í mótorbremsuna og slökkti á bílnum. Því næst skreið ég út úr bílnum og lagðist í grjótið,“ en tók fram að hann væri venjulega í belti við akstur.

Stolt af syninum

- Auglýsing -

„Það fyrsta sem hann sagði við mig var að fólkið í bílnum væri heilt á húfi, þau hefðu sloppið ómeidd,“ sagði Berghildur Reynisdóttir móðir Guðjóns um atvikið.

„Ég er farinn að hallast að því að þarna hafi æðri máttarvöld verið að verki, að einhver verndarengill hafi vakað yfir mér þarna, sagði Guðjón. „Ég læt þetta ekki á mig fá, þó þetta hafi vissulega verið skelfileg lífsreynsla. Ég fer líklega í Borgarnes í dag, hvíla mig í tvær vikur, og fer svo bara aftur að keyra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -