Stór furðulegt atvik kom upp á strippstaðnum Bohem árið 1996 þegar framkvæmdastjóri staðarins réðst inn á hann en DV fjallaði um málið.
Forsaga málsins er sú að eigendur staðarins höfðu beðið Guðjón Sverrisson, framkvæmdastjóra og stjórnarformann staðarins, að halda sig fjarri staðnum. Guðjón, sem var sjálfur einn af eigendum, tók ekki í vel í þau fyrirmæli og réðst inn á staðinn með 15 öðrum og tók hann yfir. Dan Morgan, rekstraraðila staðarins, var ekki skemmt yfir þessu ástandi og sagðist ætla að opna annan stað
„Þetta byrjaði á því að tveir piltar frá annarri krá komu og sögðust eiga að hjálpa okkur við dyravörsluna. Við báðum þá að fara, sem þeir og gerðu. Klukkutíma síðar kom Guðjón og hópur manna með honum. Ég fékk þrjú högg. Ég kallaði á Dan og bað hann að hjálpa mér en við ákváðum að berjast ekki á móti 15 hraustum mönnum. Síðan var kallað á lögregluna,“ sagði Richard Rowlinsson dyravörður Bohem um málið.
„Þetta var eins og á orrustuvelli,“ sagði ónafngreint vitni sem var á staðnum.
Einkamál sem á ekki heima í fjölmiðlum
„Þetta var enginn hamagangur,“ sagði Guðjón við DV. „Þetta er bara einkamál og ekki útkljáð enn þá. Það verður að ráðast á hluthafafundi. Ég er stjórnarformaður og aðalframkvæmdastjóri og gerði hluti þarna sem þurfti að gera. Fjölmiðlum kemur það ekki við en staðurinn mun hins vegar halda áfram eins og verið hefur,“ sagði Guðjón
„Meirihluti hluthafa vildi fá Guðjón út úr rekstrinum vegna þess að hann hefur ekki staðið að fjármálum staðarins eins og skyldi,“ sagði Dan í samtali við DV. „Guðjón hefur ekki haldið gögnum til haga og tekið meiri peninga fyrir sjálfan sig en hófi gegnir gagnvart öðrum hluthöfum og yfirvöldum. Hann hefur líka haldið sýningarstúlkum lengur en þær hafa haft leyfi fyrir. Mér finnst þessi framkoma á fimmtudagskvöldið mjög slæm en hún sýnir hvernig vinnubrögð Guðjón viðhefur,“ lét Dan Morgan hafa eftir sér um málið.
Dan Morgan opnaði síðar strippstaðinn Vegas og sakaði Guðjón hann um að hafa fyrirskipað líkamsárás á sig en leggja þurfti hann inn á spítala með innvortis blæðingar og brotnar tær. Morgan neitaði fyrir að staðið fyrir árásinni.