Ráðist var á 17 ára pilt í miðbæ Neskaupsstaðar árið 2004 en greint var frá málinu í DV
Ráðist var á Óla Konráðsson á bílaplani Olísskálans í miðbæ Neskaupsstaðar. Árásarmennirnir voru jafn jafnaldrar hans. Var Óli laminn í hausinn með flösku og sleginn ítrekað með hjólabretti. Móðir hans var vitni að atvikinu.
„Ég var inni í ísjoppunni þegar kallað er á mig og ég lít út og sé þegar drengurinn er laminn með bjórflösku í höfuðið,” sagði Áshildur Sigurðardóttir, móðir Óla, um málið í DV árið 2004.
„Þeir voru að rífast, einn þeirra og litli bróðir minn og þegar ég ætlaði að skilja þá að þá sló hann mig í hnakkann með glerflöskunni,“ sagði Óli Konráðsson, sonur Áshildar. Við höggið féll Óli í jörðina og létu þá árásarmennir höggin dynja. „Þá slógu þeir mig með hjólabretti og ég gat ekkert varið mig þarsem ég vankaðist eftir flöskuna. Bróðir minn náði þó að verja sig en gat ekki stoppað þá.“
Ein af afleiðingum árásarinnar var að Óli handleggsbrotnaði. „Ég verð með gifsið í mánuð meðan ég jafna mig,“ segir Óli
Málið var kært til lögreglu og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart.
„Mér finnst liggja á að tekið sé á málum sem þessum enda er ekki um að ræða eitthvað tusk mllii barna heldur alvarlega árás og mesta mildi að ekki fór verr,“ sagði Áshildur að lokum.