Vinir á sextugsaldri voru handteknir fyrir íkveikju árið 2004.
Svavar Borgarsson, íbúi í Reykjanesbæ, var handtekinn árið 2004 fyrir íkveikju en lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir handtökuna á sínum tíma.
„Þetta er djöfulsins kjaftæði. Það kviknaði bara í gardínu,” sagði Svavar í viðtali við DV um málið árið 2004. Vinkona Svavars játaði að hafa kveikt í gardínu eftir hafa gist fangageymslur lögreglu en hún átti við geðræn vandamál að stríða að sögn Svavars. Þá hafi atvikið verið talsvert ýkt og eldurinn dáinn út þegar lögreglumenn komu á svæðið.
Karl Hermannsson, lögreglumaður, sagði við DV að lögreglan hafi komið að miklum reyk en engum eldi. Þá hafi Svavar og vinkona hans verið mjög drukkin en áfengismagn í blóði þeirra hafi ekki verið mælt.
Bryndís Kristjánsdóttir, nágranni Svavars, sagði að lögreglan hafi farið fram úr sér í þessu máli og Svavar og vinkona hans hefðu ekki átt að vera handtekin. Þá sagði hún jafnframt að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu veki furðu.