Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Hinsta ferð Stuðlabergsins – Björgunarhring rak á land

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar áhöfn Stuðlabergs NS 102 lögðu af stað til síldarveiða frá Seyðisfirði fyrir bráðum 60 árum, í febrúar 1962, óraði þá ekki fyrir því að þetta yrði þeirra hinsta ferð enda á nýlegum og sterklegum báti. Að kvöldi 17 febrúar fórst þessi nýlegi síldarbátur undan ströndum Suðurlands. Öll áhöfnin, 11 manns, lét lífið þessa nótt.

Sjómannablaðið Víkingur sagði svo frá slysinu:

Stuðlabergsslysið er sjóslys sem varð að kvöldi 17. febrúar eða aðfaranótt 18. febrúar 1962. Síldarbátur frá Seyðisfirði Stuðlaberg NS 102 með 11 manna áhöfn fórst þá út af Stafnesi að talið er og rak brak úr bátnum á fjörur milli Garðskaga og Sandgerðis. Meðal þess sem rak á land var bjarghringur með nafni bátsins sem fannst hjá Þóroddstöðum. Stuðlaberg var á síldveiðum fyrir Suðurlandi. Síðast heyrðist í bátnum þar sem hann var staddur út af Selvogi á leið til Keflavíkur til löndunar og voru mörg skip á þeirri siglingaleið. Stuðlaberg kom hins vegar aldrei til Keflavíkur og var talið þar að báturinn hefði haldið til Hafnarfjarðar þar sem hann hafði áður landað. Vegna þessa varð bátsins ekki saknað fyrr en 21. febrúar er Slysavarnafélagi Íslands var gert viðvart. Eins og áður segir rak talsvert brak úr bátnum á fjörur milli Hafna og Garðskaga og fannst lík eins skipverja rekið undan bænum Fuglavík. Stuðlaberg NS 102 var 152 lesta stálbátur sem gerður var út frá Suðurnesjum.

Jón Jörundsson og Pétur Þorfinssson

Miðvikudaginn 21. febrúar s. 1. var Slysavarnafélaginu tilkynnt, að Seyðisfjarðarbátsins
Stuðlabergs NS 102, hefði ekki orðið vart síðan á laugardagskvöld, er síðast var haft samband við hann út af Selvogi. Um leið og leit var hafin kom í ljós, að brak hafði fundizt á fjörunum milli Garðskaga og Sandgerðis, þar á meðal merktur bjarghringur, og nót hafði sézt mílu út af Stafnesi á mánudag. Á Stuðlaberginu voru 11 menn, en ekkert hefur til þeirra spurzt. Það var bróðir stýrimannsins, Björn Þorfinnsson,, skipstjóri á Heimaskaga, sem tilkynnti Henry Hálfdanarsyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins, að aðstandendur væru orðnir uggandi um bátinn, en útgerðarstjórinn, Jón Jörundsson úr Keflavík, var jafnframt skipstjóri bátsins og því um borð. Útgerðarfélagið er Berg h.f. á Seyðisfirði, og eigendur auk skipstjórans Björgvin Jónsson á Seyðisfirði og Kristján Jörundsson, bróðir skipstjórans, sem einnig var á Stuðlabergi. Er áhöfnin skráð í Njarðvíkum, aðeins einn skipverja frá Seyðisfirði og samkvæmt upplýsingum frá útgerðinni á Seyðisfirði hefur báturinn lagt upp hjá Bæjarútg. Hafnarfjarðar.

Þess ber að nefna að einn í áhöfninni, matsveinninn Birgir Guðmundsson var frá Reykjavík.

Hinir áhafnarmeðlimirnir

BRAK REKIÐ

- Auglýsing -

Margir höfðu séð brak í sjónum en skeyttu því engu því ekki hafði verið tilkynnt um að skip væri saknað. Eitt af því sem hafði rekið á land var björgunarhringur merktur Stuðlabergi. Sjómannablaðið Víkingur segir svo frá;

Stuðlaberg var á síldveiðum fyrir Suðurlandi og er skipstjórinn hafði samband við Albert Bjarnason útgerðarmann í Keflavík á laugardagskvöld, var báturinn staddur út af Selvogi á heimleið. Það kvöld var slæmt veður á þessum slóðum. Mörg skip voru á þessari siglingarleið, bæði á undan bátnum og eftir, en enginn virðist hafa heyrt neitt til hans eftir þetta. Slysavarnafélagið sendi strax út tilkynningu um að bátsins væri saknað og bað fólk á svæðinu frá Höfnum að Garðskaga um að leita, svo og slysavarnadeildirnar á þessu svæði. Kom þá í Ijós, að þarna hafði rekið heilmikið brak af þilfarinu, án þess að því væri veitt athygli, þar sem ekki var saknað neins skips, þar á meðal bjarghringur með nafni bátsins hjá Þóroddsstöðum, milli Garðskaga og Sandgerðis. Birtu var farið að bregða er leitin hófst í fjörunni.

LANDFÖST NÓT FANNST

Síldarnót hafði sést á mánudagsmorgun mílu undan Stafnesi. Þegar betur var að gáð virtist hún föst við botninn. Sjómannablaðið Víkingur;

- Auglýsing -

Þá kom í ljós, að Jökulfellið hafði kl. 8,30 á mánudagsmorgun tilkynnt að sézt hefði síldarnót liðlega mílu undan Stafnesi. Hafði landhelgisgæzlan beðið Maríu Júlíu að huga að þessu, en hún komst hvergi nærri vegna þess, hve þar var grunnt, krappur sjór og hvasst.
í gær flaug svo landhelgisflugvélin Rán yfir og sá þá, að nótin var enn á svipuðum stað, en
lítið eitt innar. — Þegar fréttam. Mbl. í gærkvöldi hitti skipstjórann á Jökulfellinu, Arnór Gíslason, að máli, sagðist hann gera ráð fyrir því, að nótin væri föst í botni.

STAÐURINN SEM HERMÓÐUR FÓRST

Vitaskipið Hermóður

Stuðlabergið reyndist hafa sokkið á sama stað og skipið Herjólfur hafði gert, nokkrum árum áður. Í því sjóslysi lést einnig öll áhöfnin, 12 manns. Sjómannblaðið Víkingur;

Þegar blaðið hafði fengið fregnir af því, að föst nót hefði sézt liðlega mílu út af Stafnesi,
rak okkur minni til að þetta væri á sama stað og Hermóður fórst. Við hringdum því í Lárus
Þorsteinsson, skipherra, en það var hann, sem fann brakið, sem talið var vera af Hermóði.
Lárus staðfesti,. að þetta væri sami staður og aðspurður um, hvernig þarna háttaði, sagði hann: „Þetta er á venjulegri siglingaleið, þegar gott er í sjó, en í verra veðri fara menn yfirleitt dýpra. Þar sem fer að grynnka verður ákaflega kröpp alda,, en strax betra 3 mílum utar. Mér hefur fundizt að svona 1,7 ,mílur út væri sjólagið verst“.

Stuðlaberg NS 102 var stálbátur, 152 lestir að stærð, byggður í Noregi árið 1960 og hefur s. 1. ár verið gerður út frá Suðurnesjum.

Baksýnisspegill þessi birtist áður á vef Mannlífs þann 4. febrúar 2022.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -