Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Hótuðu að sprengja upp hótelið sem íslensku keppendurnir gistu á – Vöknuðu við vopnaða verði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Spennan í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Júróvisjón eins og hún er gjarnan kölluð hér á landi, hefur oft verið ansi rafmögnuð en þó aldrei eins og árið 1987 en þó af öðrum ástæðum en mjóum mun í stigatalningunni.

Halla Margrét Árnadóttir og Valgeir Guðjónsson fluttu hið fallega lag Hægt og hljótt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Belgíu árið 1987. Þrátt fyrir að enda í 16. sæti keppninnar voru þau landi og þjóð til sóma. Óskabarn Írlands, Johnny Logan sigraði keppnina með stórslagarann Hold Me Now. En það var þó eitt sem skyggði á annars vel heppnaða keppnina í Brussel en það voru sprengjuhótanir.

Kvöldi fyrir keppnina barst Ísraelsmönnum fleiri en ein sprengjuhótun en ein þeirra var tekin trúarleg. Þegar þeir Datner og Kushnir fluttu lag sitt fyrir Ísrael voru því öryggisverðir í salnum við öllu búnir. Allt kom þó fyrir ekki og gátu þeir félagar flutt lagið án truflana.

Á sunnudagsmorgun vöknuðu íslensku keppendurnir og fylgdarlið við læti frammi á gangi. Reyndur þar vera vopnaðir verðir með hríðskotabyssur. Hafði þá borist enn ein hótuninn en hún snéri að því að sprengja ætti hótelið sem Ísraelar gistu á en þar gistu einmitt Íslendingarnir einnig. Sem betur fer sprakk engin sprengja þessa Júróvisjónhelgi.

DV fjallaði um málið á eftirfarandi máta:

Söngvakeppnin: Sprengjuhótanir hrella keppendur

Á meðan hin beina sjónvarpsútsending frá söngvakeppninni fór fram kom upp ákveðið merki á töflunni, þar sem stigin birtust, þegar Ísraelsmennirnir voru að syngja og þýddi það að öryggisverðirnir í salnum mættu búast við hinu versta. Kom það til af því að meira en ein sprengjuhótun hafði borist um kvöldið og gerði lögreglan undantekningu á einni hringingunni. Þeim, sem hringdi, var trúað.

- Auglýsing -

Á meðan stigin voru gefin var maður tekinn fastur í Atomim sem er um 300-400 metra frá sýningarhöllinni en hann hljóp þar um með byssu í hendi. Reyndist hann síðar vera starfsmaður ísraelska sendiráðsins og var honum þá sleppt.

Þegar Íslendingarnir vöknuðu á sunnudagsmorgun heyrðu þeir allir að eitthvað var að gerast frammi á gangi og þegar þeir kíktu fram sáu þeir vopnaða verði með hríðskotabyssur. Kom það til af því að einnig hafði borist hótun um að sprengja upp hótelið sem Ísraelar voru á og þar með einnig Íslendingar.

Fjögur ungmenni létu lífið í bílslysi þegar þau voru að koma heim af Evrópusöngvakeppninni. Það var dóttir fyrsta sendiráðsritara Ísraels ásamt ökumanni sem var Spánverji og tveimur belgískum systrum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -