Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Húbert sturlaðist af reiði og afbrýðisemi og myrti eignkonu sína – Læknar agndofa yfir áverkum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1961 bjuggu þau hjón Ásbjörg Haraldsdóttir og Húbert Rósmann Morthens við Laugarnesveg í Reykjavík. Þau hjón voru bæði 35 ára að aldri og höfðu þegar þarna var að komið verið gift í áratug. Áttu þau þrjú börn. Hjónband þeirra þótti stormasamt og samkvæmt vinum og nágrönnum gekk oft á með líkamlegum átökum þeirra á milli svo vel heyrðist húsa á milli. Bæði lagði Húbert hendur á Ásbjörgu auk þess sem átti það reglulega til að slá til hans. Ekki bætti það úr skák að bæði voru hjónin vínhneygð.

Sturlaðist af afbrýðisemi

Húbert starfaði sem sjómaður og laugardaginn 30. september kom hann til hafnar með togaranum Neptúnusi frá Þýskalandi.  Hafði hann í för með sér mikið magn af bæði sterku áfengi og bjór.  Ásbjörg fór um borði í Neptúnus að sækja bónda sinn og sáttu þau þar nokkra stund að drykkju áður en haldið var heim á Laugarnesveginn þar sem drykkjunni var stíft haldið áfram. Harmleikurinn sem æa eftr fylgdi var meðal annars rakinn í Morgunblaðinu og DV.

Nóttin í móðu

Húbert var einn til frásagnar um hvað gerðist síðar um nóttina en svo virðist vera að þau hjón hafi varið nóttinni ýmist til að elskast eða rífast. Húbert sagði lögreglu síðar að í ástarleik hefði Ásbjörg kallað upp nöfn annarra karlmanna í drykkjuvímu. Við þetta kvaðst Húbert hafa sturlast af reiði og afbrýðisemi og barið hana svo illa að hún lá meðvitundarlaus á gólfinu en taldi Húbert hana þó hafa verið með lífsmarki. Erfiðlega gekk þó að fá heilstæða mynd af atburðum næturinnar sökum ölvunarástands Húberts sem kvaðst nóttina vera að miklu leyti í móðu.

Nágrannar heyrðu gauraganginn en létu sem vind um eyru þjóta enda orðnir vanir ástandinu á heimilinu. Aftur á móti virðist svo sem börnin þrjú hafi sofið af sér átökin.

- Auglýsing -

Líkt og eftir bílslys

Húbert lognaðist að lokum út af en þegar hann vaknaði um hádegisbil daginn eftir sá hann Ásbjörgu liggja hreyfingarlausa og alblóðuga. Brá honum mjög og hringdi í ættingja sem þegar hringdi á sjúkrabíl við komuna á Lauganesveginn. Ásbjörg var flutt á sjukrahús þar sem hún var þegar úrskurðuð látinn og lögregla kölluð til. Húbert játaði umsvifalaust á sig verknaðinn þótt minnið væri gloppótt eftir atburði næturinnar og var hann færður í varðhald.

Læknar voru gáttaðir á hvernig einn berhentur maður hefði getað veitt slíka áverka sem voru á líki Ásbjargar og í krufiningunni stóð: „Miklir marblettir og hrufl í andliti og svo að segja samfellt mar undir öllu höfuðleðrinu. Þá fundust marblettir á útlimum og einnig á brjósti. Á brjóstkassanum fundust þrjú rif brotin og tvö þeirra tvíbrotin. Rifa fannst á þindinni, en það sem hefur valdið dauða konunnar var stór sprunga í lifrinni sem mikið hefur blætt úr.“ Höfðu læknar á orði að slíkar stórkostlegar sprungur á lifur hefðu aldrei sést nema eftir alvarleg bílslys og var talið líklegt að hoppað hefði veri ofan á Ásbjörgu.

- Auglýsing -

Húbert reyndist sakhæfur við geðrannsókn og hlaut sjö ára fangelsisdóm fyir manndráp í Sakadómi Reykjavíkur þann 7. febrúar 1962. Húbert áfrýjaði dómnum og var refsingin minnkuð um eitt ár þar sem afbrýðisemi þótti grundvöllur til refsilækkunar.

Hubert giftist aftur árið 1963 og eignaðist tvö börn til viðbótar. Hann lést árið 2010.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 24. maí 2019 og var það Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir sem skrifaði hann

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -