Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Hundur grunaður um að hafa drepið 30 kindur í Eyjafirði: „Mönnum fannst það svo vitlaust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

30 kindur voru drepnar af hundi í Eyjafjarðarsveit árið 1996.

„Ég hef auðvitað orðið fyrir mjög miklu tjóni því þótt ég fái bætur fyrir kindurnar bera þær ekki næsta vor,“ segir Hafdís Sveinbjamardóttir, bóndi í Saurbæ í Eyjafjarðarsveit í viðtali við DV árið 1996 en hún hafði misst 20 kindur og tíu lömb og sagði að sökudólgurinn væri hundur. Þá lægi einn ákveðinn hundur undir grun. Sá var schaferhundur Jóhannesar Sigtryggssonar en hann bjó á Sandhólum, sem var næsti bær við Saurbæ.

„Þetta hefur gerst í tveimur lotum, í fyrra skiptið í júlí og svo aftur núna nýlega. Kindurnar hafa verið bitnar í læri, bóg og háls og hafa ekkert verið étnar, bara drepnar. Grunurinn beindist strax að þessum ákveðna hundi vegna þess að þetta hefur gerst í fjallinu fyrir ofan bæina hér og þetta er stálpaður hundur. Hins vegar hefur hundurinn ekki verið staðinn að verki en mér finnst allt benda til þess að hann eigi þarna hlut að máli, líka vegna þess að um tíma var þarna á bænum annar schaferhundur sem var staðinn að því að bíta,“ sagði Hafdís en þessu var Jóhannes heldur betur ósammála.

„Það er fullt af hundum sem ganga hér lausir og hver þeirra sem er getur verið þarna að verki,“ sagði Jóhannes Sigtryggsson um málið. „Það er greinilegt að þarna hafa fleiri en einn hundur verið að verki, það sést á bitunum og því að ekki var eins farið að í öll skiptin. Það er þvi út í hött að segja að þessi hundur minn sé eini sökudólgurinn. Ég var að hugsa um það fyrst að lóga hundinum en mönnum fannst það svo vitlaust og það þyrfti þá að lóga hverjum einasta hundi í sveitinni til að tryggja það að þeim seka væri lógað. Eftir fyrri lotuna í júli hefur hundurinn verið hafður bundinn en það getur vissulega komið fyrir að svona hundur losni. Mitt mat er hins vegar það að hér hafi aðkomuhundar verið að verki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -