Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Íslendingi ógnað með hnífi og rændur í París: „Það er hálf neyðarlegt að lenda í þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Þorgeirsson varð fyrir því óláni að vera rændur af hópi ribbalda í Parísarborg í júlí 1990, þar sem hann bjó og starfaði á fréttastofu.

Sigurður Þorgeirsson sat í rólegheitunum á bekk í almenningsgarði í Pigalle-hverfinu í París og átti sér einskis ills von þegar hann fann hnífsblað þrýst að hálsi hans. Voru þar komnir nokkrir þorparar í leit að verðmætum en þeir höfðu af Sigurði talsvert fé auk skilríkja, greiðslukort og ávísun. Málið var allt hið kaldhæðnasta því Sigurður hafði einmitt verið að vinna að verkefni um illþýði Parísarborgar.

Hér fyrir neðan má lesa um umfjöllund DV frá 31. júlí 1990:

Íslendingur rændur í París:

Vissi ekki fyrr en ég fann hnífsegg þrýst að hálsi mér — segir Sigurður Þorgeirsson

ÍSLENSKUR maður búsettur í París, Sigurður Þorgeirsson, var nýverið rændur í Pigalle-hverfinu þar í borg. Hann sat á bekk í almenningsgarði er nokkra misyndismenn dreif að, og áður en hann vissi fann hann hnífsegg þrýst að hálsi sér. Eftir að hafa tæmt vasa Sigurðar hurfu þeir á brott. Þeir náðu meðal annars frönskum skilríkjum hans, greiðslukorti, og 3000 frönkum, um 30 þúsund íslenskum krónum, í reiðufé. Einnig höfðu þeir á brott með sér ávísun á laun sem Sigurður hafði fengið greidd þennan dag, en ávísunina sagðist hann fá bætta.

Sigurður, sem hefur búið erlendis í 20 ár, starfar hjá fréttastofu í París og hefur undanfarið unnið að ljósmyndun fyrir verkefni sem einmitt fjallar um óþjóðalýð borgarinnar og nefnist „Undirheimar Parísar.“ „Það er hálf neyðarlegt að lenda í þessu eftir að hafa búið erlendis í tuttugu ár,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. „Þetta sannar að fólki er ekki lengur hættandi inn á Pigalle-svæðið nema í stærri hópum, þrátt fyrir að það sé kunnugt á þeim slóðum. Lögreglan sagði mér þegar ég kærði atburðinn að á þessu svæði væri nú orðið myrt fyrir 10 franka (um 100 krónur íslenskar).“ Sigurður sagði, að ekki væri vanþörf á að minna ferðafólk á að vera varkárt á ferðum erlendis, ekki síst í hverfum á borð við Pigalle-hverfið í París.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -