40 manna hópi af íslenskum vinnumönnum sem voru að byggja sorpeyðingarstöð rétt fyrir utan Þórshöfn var kennt um áður óséða ofbeldishrinu árið 1986 en DV greindi frá málinu á sínum tíma.
Í frétt DV ræddi blaðið við Nikulás Akraberg, yfirlögregluþjónn í Færeyjum, sem sagði frá því að hann hefði aldrei séð jafn gróft ofbeldi og því sem Íslendingarnir hafi beitt. Þetta sé ný og ógnvekjandi þróun.
Færeyskir fréttamiðlar sögðu meðal annars frá því að Íslendingur hafi kjálkabrotið 18 ára dreng og framtennur kýldar úr öðrum. Þá hafi ungur Íslendingur barið færeyskan jafnaldra sinn svo heiftarlega að sá færeyski þurfti að dvelja á sjúkrahúsi. Samkvæmt DV höfðu þrír Íslendingar verið kallaðir til yfirheyrslu vegna ofbeldisverkanna. Vinnumennirnir höfnuðu þessum ásökunum alfarið. Hins vegar hafi tveir Íslendingar lent í áflogum og annar þeirra slasast lítillega.
Vinnumennirnir sögðu frá því að þeim þætti þetta orðspor ósanngjarnt og mikil andúð hafi myndast í þeirra garð. Þeir óttuðust að Færeyingar myndu leita þeirra uppi til að berja þá til óbóta.