Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Íslensk hjón björguðu bandarískum liðsforingja frá kulda og vosbúð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nick Stam var heppinn að lenda fallhlíf sinni þar nærri heimili íslenskra hjóna í nístingskulda í febrúar 1944.

Bandaríski flughermaðurinn Nick Stam lenti í vandræðum með flugvél sína er hann flaug hér á landi í febrúar 1944. Neyddist hann því til þess að stökkva út úr henni í fallhlíf. Lendingin heppnaðist þó ekki betur en svo en að hann slasaðst á fótum og gat sig hvergi hreyft en úti var nístingskuldi. Þar að auki hafði hann misst skófatnað sinn í fallhlífastökkinu og var því orðinn ansi kaldur þegar bjargvættirnir birtust. Hans Jónsson og kona hans, sem því miður er ekki gefið nafn í gömlum fréttum um málið, björguðu flugmanninum frá vosbúð og kulda, en Hans bar Stam á bakinu að heimili þeirra, þar sem hann fékk stígvél lánuð og heitt te að drekka, áður en sjúkrabíll frá setuliðinu sótti hann.

Morgunblaðið sagði frá málinu á sínum tíma en lesa má fréttina í heild sinni hér fyrir neðan:

Íslensk hjón bjarga amerískum flugmanni frá kulda og vosbúð

AMERÍSKUR FLUGMAÐUR í flugliðinu hjer á landi telur sig vera í mikilli þakkarskuld við Hans Jónsson og konu hans. Þau hjón björguðu flugmanninum frá vosbúð og kulda, er hann hafði lent í fallhlíf í fjallshlíð skamt frá heimili þeirra hjóna. Blað setuliðsins, „Hvíti Fálkinn“, sem segir frá þessu, getur ekki um heimilisfang hjónanna.

Ameríski flugmaðurinn heitir Nick Stam, og er liðsforingi að tign. Hann er frá Lawrensce í Kansas.: Hann neyddist til að stökkva úr flugvjel sinni. Er hann kom til jarðar, gat hann ekki gengið vegna meiðsla sem hann hlaut. Þar að auki var flugmaðurinn á sokkaleistunum, því flugstígvjel sin hafði hann mist, sennilega þegar fallhlífinn opnaðist og kipti flugmanninum til i loftinu. Vegna misvinda í fjalllendi er mjög hættulegt að lenda í fallhlíf, því- flugmaðurinn getur dregist langar leiðir með fallhlífinni, ef hún feykist til fyrir vindum. Hans Jónsson bar flugmanninn til bæjar, því hann var heldur illa á sig kominn, þó meiðsli hans væru ekki hættuleg. Hans lánaði honum stígvjel og húsfreyja hitaði te. Var látið fara eins vel um flugmanninn og hægt var þar til sjúkrabíll frá hernum var sendur til að sækja flugmanninn. Við skoðun i hersjúkrahúsi kom í ljós að flugmaðurinn var ekki beinbrotinn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -