Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-1.6 C
Reykjavik

Íslensk kona beið bana í ofsaveðri – Blindur eiginmaður hennar bjargaðist er rúm hans hvolfdi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vestur-íslensku hjónin Friðrik og Þorgerður Guðmundsson áttu sér einskis ills von þegar ofsaveður skall á húsi þeirra í Saskatchewan-fylki í Kanada 19. júlí 1927. Átta voru í húsinu þegar óveðrið skall og slösuðust allir nema húsbóndinn en þó mest Þorgerður, sem lést af sárum sínum klukkustund síðar.

Guðmundsson fjölskyldan sat að hádegissnæðingi í húsi sínu nærri Mozart í Saskatchewan-fylki í Kanada þann 19. júlí 1927, þegar bálviðri skall á heimilinu með þeim afleiðingum að þakið fauk af og í því kviknaði. Í húsinu voru átta manneskjur, hjónin, þrjú börn þeirra og vinnufólk en öll slösuðust þau, mismikið þó, nema Friðrik en hann slapp ómeiddur. Friðrik, sem var blindur og lasburða lá í rúmi sínu þegar atvikið varð og var það einmitt ástæðan fyrir því að hann slapp ómeiddur en rúmið hvolfdist yfir hann. Fyrir utan Þorgerði, slasaðist dóttir þeirra hjóna, Aðalbjörg mest en hún hlaut djúp sár á hvifilinn auk þess sem skinn flettist af hálsinum. Þá fékk hún einnig djúpt stungusár.

Hér má lesa lýsingu Morgnblaðsins af hinum sorglega atburði:

Íslensk kona bíður bana. — Sex aðrir meiðast.

Laugard. í fyrri viku fór ofsaveður yfir nokkurn hluta Saskatchewan-fylkis og feykti um íveruhúsi Friðriks bónda Guðmundssonar í grend við Mozart og kviknaði í því jafnframt. — Húsmóðirin, Mrs. Guðmundsson, ljet þegar líf sitt, en alt hitt heimilisfólkið meiddist meira og minna, sumt hættulega, nema Mr. Guðmundsson, sem er blindur og lasburða; hann slapp ómeiddur. Þeir sem meiddust voru þrjú börn þeirra hjóna og vinnumaður, S. Kristjánsson að nafni. Von var um, að alt fólkið lifði af og næði sjer aftur. Ingi Guðmundsson meiddist mikið á fæti, en tókst þó að bjarga hinu fólkinu úr rústunum. Slysið vildi til kl. 1 eftir hádegi er fólkið sat að miðdegisverði og er haldið, að það hafi ekki orðið vart við ofveðrið fyr en það skall á, og tók af þakið af húsinu og braut það alt niður. — Nágrannafólk kom að skömmu eftir að slysið vildi til og fjekk þegar hjálp frá bænum Elfros. (Lögb. 23. júlí). I Heimskringlu er sagt nokkru nánar frá slysinu. Voru 8 manns í húsinu, er bylurinn skall á. Húsfreyja ljest eftir klukkustund. Það varð manni hennar til lifs, að hann lá í rúminu og hvolfdist það yfir hann. Aðalbjög dóttir þeirra hjóna meiddist mest, fjekk hún djúpt sár vinstra megin á hvirfil, skinn flettist af hálsinum neðan og aftan við vinstra eyra, og einnig marðist hann allmikið, djúpt stungusár fjekk hún og á hægri kálfa, og auk þess smá brunasár, rispur og holdmar hjer og þar um líkamann. Hún var þó talin úr allri hættu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -