Íslenskir drengir voru teknir á teppið fyrir að senda Bill Clinton morðhótun í gegnum internetið árið 1997 en DV fjallaði um málið.
Ég hef vissulega heyrt um þetta mál en það er algerlega á ábyrgð þess skóla sem piltarnir eru í. Skólarnir bera sjálfir ábyrgð á notkun netfanga sinna og ég geri ráð fyrir þvi að lokað hafi verið á piltana sem þetta gerðu. Svona lagað er litið mjög alvarlegum augum og strákarnir eru án efa persona non grata í Bandaríkjunum nú. Þeir geta gleymt því að ætla sér nokkrun tíma í framtíðinni að eiga viðskipti við ameríska aðila og fá líklega aldrei aö koma inn í landið,“ sagði Jón Eyfjörð við DV um morðhótunina en ekki liggur fyrir hvað stóð í skilaboðunum sem send voru á heimasíðu Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna.
Jón starfaði á þessum hjá Íslenska menntanetinu en það sá um, í grófum dráttum, internet hjá skólanum á Íslandi en skilaboðin sem strákarnir sendu voru send í gegnum það kerfi.
Ekki haft samband við sendiráðið
Samkvæmt DV var ekkert mál að rekja sendinguna til drengjanna og litið á hótunina alvarlegum augum í Bandaríkjunum.
„Það er án efa nokkuð um það að forsetinn fái svona sendingar í gegnum netið, sérstaklega frá hryðjuverkasamtökum og ofbeldishópum. Það hefur ekki verið haft samband við sendiráðið vegna þessa máls og í raun er ekki alltaf haft samband vegna svona mála. Hins vegar ef gera ætti frekara mál út af þessu kæmi það líklega í okkar hlut að vinna í því með aðstoð lögreglu á Íslandi,“ sagði Richard Lundberg, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi.
Bjarni Sigtryggsson, upplýsingafulltrúi alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sagðist ekki eiga von á að málið kæmi á þeirra borð.