Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Jakobína fékk tilhæfulausa rukkun: „Ég stend gersamlega ráðþrota gagnvart þessu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jakobína trúði vart eigin augum þegar hún fékk rukkun frá STEF árið 2004.

Jakobína Thomsen rak árið 2004 Stellubúð á Grundarfirði. Búðin var opin tvo tíma á virkum dögum og seldi handverks- og gjafavöru. Þegar hún fékk rukkun frá STEF upp á níu þúsund krónur ákvað hún að hætta spila tónlist í búðinni. Sú áætlun hennar gekk þó ekki eftir.

„Ég er enn svo reið eftir að ég talaði við manninn hjá STEF að ég er ekki komin yfir það ennþá,“ sagði Jakobína í viðtalið við DV árið 2004. „Í fyrra vissi ég ekki til þess að maður væri rukkaður fyrir að leika tónlist í búð. En svo fékk ég rukkun á nýjan leik þó svo að ég hafi engin hljómflutningstæki í búðinni.“

Í framhaldi af því hafði Jakobína samband við STEF til að leita skýringa og talaði við starfsmann fyrirtæksins. 

„Hann kynnti sig ekki en var bara með skæting. Það eina sem mér datt í hug var að tvisvar hef ég kveikt á grínútvarpi sem hreyfir varirnar þegar það er í gangi til að sýna viðskiptavinum. Hann sagði að það væri ekki málið. Svo kveikti ég á perunni,“ en þá hafði Jakobína spilað eigin tónlist sem var á kassettutæki í búðinni.

„Þetta er svona létt og þægilegt sjómannalag. Ég samdi textann og Níels lagið. Við tókum það upp í litlu hjóðveri hjá kunningja okkar. Ég söng það sjálf þannig að þú getur ímyndað þér hverskonar kattargól þetta er. Enda var það bara gert til að menn gætu áttað sig á laglínu og texta. Þetta lag hefur aldrei verið spilað opinberlega og við bíðum þess en að Lísa Pálsdóttir sendi okkur diskinn aftur því ekki vann lagið,“ en lagið hafði verið sent inn í lagakeppni á RÚV.

- Auglýsing -

„Ég stend gersamlega ráðþrota gagnvart þessu en hef ekki komið því í verk enn að leita lögfræðings,“ sagði Jakobína í lokin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -